Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að kvikmyndin The Joker með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki kom út í kvikmyndahús á dögunum.
Sjaldan hefur myndar verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og í tilefni af því tók Fréttablaðið saman nokkur atriði með hjálp Vice um það sem gagnrýnendur hafa verið að segja um myndina, án þess þó að spilla söguþræði hennar.
Hið jákvæða
Josh Wilding, ComicBookMovie.com:
Joker er klárlega innblásin af myndasögunum og það er nóg hér fyrir aðdáendur til að kunna að meta. Kjarni myndarinnar, þrátt fyrir að hún snúist ekki um illmennið berjast við Batman, snýst um meistaratakta í leiklist og kvikmyndagerð.
Kurt Loder, Reason:
Hugmyndin um ónauðsynleg framhöld er alltaf niðurdrepandi; en Joaquin Phoenix er svo góður hérna, og uppbygging söguþráðarins er svo nýstárleg, að þú gætir raunverulega velt fyrir þér hvað gerist næst.
John Wenzel, The Denver Post:
Þegar myndin nær hápunkti sínum, hefur Phillips gert sitt besta til að sýna okkur hvernig hræðilegir hlutir eiga það til að ala af sér hræðilegri hluti - en líka hversu svalir þeir geta litið út þegar kvikmyndatakan er í sólsetri og blikkandi ljósum. Hugsanlega er mest niðurdrepandi staðhæfing Jókersins sú sem erfiðast er að afsanna: Að sú hræðilega veröld sem Fleck býr í, sem er í raun okkar, sé sú sem við eigum skilið.

Hið neikvæða
Richard Brody,The New Yorker:
Jókerinn er eftirhermu mynd sem vill líka vera allir hlutir fyrir öllum áhorfendum, sem reynir að leika eftir dýpt en dregur einungis úr henni. Jókerinn er tómleg upplifun.
A.O. Scott, The New York Times:
Jókerinn er innantóm, þokukennd framkvæmd í annars flokks veraldarpælingum. Hugmyndin um eigin áræðni forheimskar myndina eins og ef óhugnaðurinn sé listamannslegt hugrekki - kvikmyndin er í raun hrædd við eigin skugga, eða að minnsta kosti hverskyns skugga raunverulegs mikilvægis.
Joe Morgenstern, The Wall Street Journal:
Það er ekki hægt að veita áhorfendum raunverulegan sársauka af hvíta tjaldinu, en það er hægt að valda þeim kvíða og þessi framleiðsla er endalaus vél kvíða, lélegur staðgengill fagurfræði dramatíkunnar. Ef þú ert ekki nægilega kvíðinn í lífinu, þá gæti Jókerinn verið málið. Ef ekki, leitaðu annað fyrir skemmtun.

Peter Bradshaw, The Guardian:
Stærstu vonbrigði ársins eru mætt. Mætir með skringilega vöxnu mikilvægi eftir túlípanaveikina eftir kvikmyndahátíðarspenning, sem háklassa snúningur á vinsælan poppkúltúr.
Dana Stevens, Slate:
Jókerinn er slæm mynd, já: Hún er fyrirsjáanleg, klisjukennd, einstaklega ófrumleg miðað við aðrar betri myndir og svo ofhugsuð að það jaðrar við grín.
Jake Coyle, Associated Press:
Jókerinn er úthugsaður kokteill, hönnuð, eins og óreiðuskapandi aðalpersónan, til að hræra í pottum. Til að æsa. Ég vildi að hún væri eins rótttæk og hún heldur að hún sé.
Glen Weldon, NPR:
Jókerinn sýnir breytingu Arthur í fjöldamorðingja eins og ófrávíkjanlega. Það er ekki val, það er eitthvað sem heimurinn gerir honum. Sem afleiðing mótstöðuleysis hans, verður sagan lítið meira en Arthur að verða fyrir röð niðurlægandi atvika þar til, einn daginn, hetjulega (?) hann lætur það ekki yfir sig ganga lengur. Hún verður fljótt fyrirsjáanleg, svo endurtekningarsöm og svo leiðinleg.