Það hefur ef­laust ekki farið fram­hjá neinum að kvik­myndin The Joker með Joaquin Phoenix í aðal­hlut­verki kom út í kvik­mynda­hús á dögunum.

Sjaldan hefur myndar verið beðið með jafn mikilli eftir­væntingu og í til­efni af því tók Frétta­blaðið saman nokkur at­riði með hjálp Vice um það sem gagn­rýn­endur hafa verið að segja um myndina, án þess þó að spilla sögu­þræði hennar.

Hið já­kvæða

Josh Wilding, Comic­Book­Mo­vi­e.com:

Joker er klár­lega inn­blásin af mynda­sögunum og það er nóg hér fyrir að­dá­endur til að kunna að meta. Kjarni myndarinnar, þrátt fyrir að hún snúist ekki um ill­mennið berjast við Bat­man, snýst um meistara­takta í leik­list og kvik­mynda­gerð.

Kurt Loder, Rea­son:

Hug­myndin um ó­nauð­syn­leg fram­höld er alltaf niður­drepandi; en Joaquin Phoenix er svo góður hérna, og upp­bygging sögu­þráðarins er svo ný­stár­leg, að þú gætir raun­veru­lega velt fyrir þér hvað gerist næst.

John Wenzel, The Den­ver Post:

Þegar myndin nær há­punkti sínum, hefur Phillips gert sitt besta til að sýna okkur hvernig hræði­legir hlutir eiga það til að ala af sér hræði­legri hluti - en líka hversu svalir þeir geta litið út þegar kvik­mynda­takan er í sól­setri og blikkandi ljósum. Hugsan­lega er mest niður­drepandi stað­hæfing Jókersins sú sem erfiðast er að af­sanna: Að sú hræði­lega ver­öld sem Fleck býr í, sem er í raun okkar, sé sú sem við eigum skilið.

Phoenix lagði mikið á sig fyrir hlutverkið.
Fréttablaðið/Skjáskot

Hið nei­kvæða

Richard Bro­dy,The New Yor­ker:

Jókerinn er eftir­hermu mynd sem vill líka vera allir hlutir fyrir öllum á­horf­endum, sem reynir að leika eftir dýpt en dregur einungis úr henni. Jókerinn er tóm­leg upp­lifun.

A.O. Scott, The New York Times:

Jókerinn er innan­tóm, þoku­kennd fram­kvæmd í annars flokks veraldar­pælingum. Hug­myndin um eigin á­ræðni for­heimskar myndina eins og ef ó­hugnaðurinn sé lista­manns­legt hug­rekki - kvik­myndin er í raun hrædd við eigin skugga, eða að minnsta kosti hvers­kyns skugga raun­veru­legs mikil­vægis.

Joe Mor­gen­stern, The Wall Street Journal:

Það er ekki hægt að veita á­horf­endum raun­veru­legan sárs­auka af hvíta tjaldinu, en það er hægt að valda þeim kvíða og þessi fram­leiðsla er enda­laus vél kvíða, lé­legur stað­gengill fagur­fræði dramatíkunnar. Ef þú ert ekki nægi­lega kvíðinn í lífinu, þá gæti Jókerinn verið málið. Ef ekki, leitaðu annað fyrir skemmtun.

Myndinni er misvel tekið.
Fréttablaðið/Skjáskot

Peter Brads­haw, The Guar­dian:

Stærstu von­brigði ársins eru mætt. Mætir með skringi­lega vöxnu mikil­vægi eftir túlí­pana­veikina eftir kvik­mynda­há­tíðar­spenning, sem háklassa snúningur á vin­sælan popp­kúltúr.

Dana Ste­vens, Slate:

Jókerinn er slæm mynd, já: Hún er fyrir­sjáan­leg, klisju­kennd, ein­stak­lega ó­frum­leg miðað við aðrar betri myndir og svo of­hugsuð að það jaðrar við grín.

Jake Coy­le, Associa­ted Press:

Jókerinn er út­hugsaður kok­teill, hönnuð, eins og ó­reiðu­skapandi aðal­per­sónan, til að hræra í pottum. Til að æsa. Ég vildi að hún væri eins rótt­tæk og hún heldur að hún sé.

Glen Weldon, NPR:

Jókerinn sýnir breytingu Arthur í fjölda­morðingja eins og ó­frá­víkjan­lega. Það er ekki val, það er eitt­hvað sem heimurinn gerir honum. Sem af­leiðing mót­stöðu­leysis hans, verður sagan lítið meira en Arthur að verða fyrir röð niður­lægandi at­vika þar til, einn daginn, hetju­lega (?) hann lætur það ekki yfir sig ganga lengur. Hún verður fljótt fyrir­sjáan­leg, svo endur­tekningar­söm og svo leiðin­leg.