Daði og Gagna­magnið hafa fengið mikið lof fyrir frammi­stöðu sína á úr­slita­kvöldi Euro­vision, en ís­lenska lagið var það tólfta á svið í kvöld. Upp­taka af at­riðinu frá síðustu svið­s­æfingu Ís­lands var sýnt í kvöld eins og á fimmtu­dag og virðist hún al­mennt hafa fallið vel í kramið.

Gísli Marteinn Baldurs­son, sem lýsir keppninni, segir að á­horf­endur í salnum í Rotter­dam hafi staðið á fætur og laginu verið ákaft fagnað.

Frétta­blaðið renndi yfir Twitter að gamni og tók saman það helsta sem heimurinn hafði að segja eftir að Daði og Gagna­magnið höfðu lokið flutningi sínum.