Kristjana S. Willi­ams, sem er þekkt fyrir verk sín víða um heim, heldur einka­sýningu í Gallerí Fold. Sýningin er til 28. ágúst. Hún saman­stendur af fjölda nýrra verka með ís­lensku þema.

Kristjana sýnir prent­verk og einnig þrjú þrí­víddar­verk, þar sem dýpt er fram­kölluð með því að forma og vinna á­prentaðan lista­verka­pappírinn í þrí­vídd.

„Verkin á þessari sýningu eru þau fyrstu sem ég geri sem eru al­farið um Ís­land,“ segir Kristjana.

„Ég er búin að búa á Bret­landi frá því ég var tví­tug, sem er stór hluti af ævi minni. Í þessum verkum endur­speglast það sem heillar mig við Ís­land, norður­ljós, eld­gos, jöklar, fossar og dýra­líf og í einu verki sést í bátinn hans afa. Ég er viss um að ef ég hefði búið á Ís­landi öll þessi ár þá væru verkin öðru­vísi. Þau bera með sér að ég hef verið í burtu í langan tíma.“

Þótt hún hafi búið er­lendis í ára­tugi fylgir Ís­land henni enn. „Þegar ég er að skapa list mína þá hugsa ég mikið um hvað það er mikil gjöf að hafa alist upp á Ís­landi, því fylgir sér­stök orka sem er ekki á öðrum stöðum. Ég kem alltaf auga á hana í verkum mínum. Eftir þessa sýningu langar mig til að gera dýpri verk um Ís­land,“ segir hún.

Viktoríönsk hefð

Á sýningunni í Gallerí Fold eru einnig fjögur þrí­víddar­verk, inn­blásin af ævin­týra­ferðum sjón­varps­mannsins Bens Fogel og tengjast meðal annars göngu hans á E­verest og ferðum til Afríku. Fogel hefur ferðast um Ís­land og myndað hér á landi fyrir sjón­varps­þætti sína, Lives in the Wild. „Hann kom til mín og vildi fá verk um líf sitt og þar sem ég hef mikinn á­huga á fólki sem er með ævin­týra­gen í sér var það meira en sjálf­sagt,“ segir Kristjana.

Verk hennar ein­kennast af fagur­fræði og þar er oft að finna letur­gröft frá viktoríanska tíma­bilinu í bland við gróður og alls kyns dýra­líf. „Ég er að draga viktoríanska hefð inn í nú­tímann,“ segir Kristjana.

Mikil vel­gengni

Mynd­listar­ferill hennar hófst árið 2011 en auk þess að sinna mynd­list hefur hún einnig mynd­lýst bækur og hannað ýmsa muni. Hún býr í London þar sem hún er með vinnu­stofu og hjá henni vinna tíu manns.

Hún hefur unnið mörg al­þjóð­leg verð­laun fyrir verk sín og starfar með aðilum á borð við Harrods, Victoria & Albert safnið, Fortnum & Mason, Browns Hotel og Pen­haligon's, Paul Smith og London's Shard. Í Victoriu & Albert safninu stendur nú yfir sýning um Lísu í Undra­landi og Kristjana er höfundur lit­ríkrar bókar um sýninguna og Lísu, sem safnið pantaði frá henni og er þar til sölu. Vel­gengnin er mikil. „Þetta hefur verið eins og ævin­týri. Ég er ó­skap­lega þakk­lát fyrir það hversu vel hefur gengið,“ segir hún.