Tón­listar­konan Svala Björg­vins­dóttir og kærastinn hennar, Kristján Einar Sigur­björns­son, fóru í fjall­göngu á sínu fyrsta stefnu­móti.

Þessu greinir Svala frá í ein­lægri Insta­gram færslu. Þar birtir hún mynd af parinu frá ferðinni. Þau eru nú ást­fangin upp fyrir haus líkt og sjá má á sam­fé­lags­miðlum Svölu.

Ef marka má myndina virðist Helga­fell hafa orðið fyrir valinu hjá pari allra lands­manna. „Hann bauð mér og Sósu í fjall­göngu á fyrsta deitinu okkar,“ skrifar Svala í þessari fal­legu færslu.