Óskars­verð­launa­há­tíðin fór fram í nótt og að venju var mikið um dýrðir. E­veryt­hing E­verywhere All at Once var valin besta myndin á há­tíðinni en alls fékk myndin sjö verð­laun í nótt og var ó­tví­ræður sigur­vegari há­tíðarinnar. Einn Íslendingur var tilnefndur á hátíðinni, Sara Gunnarsdóttir, fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin í þeim flokki féllu hins vegar í skaut myndarinnar The Boy, the Mole, the Fox and the Horse.

Michelle Yeoh, sem lék aðal­hlut­verkið, var valin besta leik­konan og er hún fyrsta leik­konan af asískum upp­runa sem fær verð­laun í þessum flokki. Yeoh, sem hefur komið víða við á ferli sínum, beindi orðum sínum að konum í þakkar­ræðunni.

„Dömur, ekki láta neinn segja ykkur að þið séu komnar yfir ykkar besta.“

Brendan Fraser var valinn besti leikarinn fyrir hlut­verk sitt í myndinni The Whale. Fraser hefur ekki alltaf verið talinn til bestu leikara Hollywood og hefur hann glímt við tals­verða erfið­leika á síðustu árum. Hann þakkaði leik­stjóra myndinnar, Darren Aronof­sky, fyrir að gefa honum tæki­færið í myndinni.

Ke Huy Quan var valinn besti leikari í auka­hlut­verki fyrir myndina E­veryt­hing E­verywhere All at Once. Saga hans er um margt merki­leg en hann er fyrr­verandi barna­stjarna sem lék í myndum eins og Indiana Jones and the Temple of Doom og The Goonies.

Hann var um tíma hættur að leika vegna skorts á tæki­færum og var það til­finninga­þrungin stund fyrir hann þegar hann steig upp á svið og tók við verð­laununum.

„Saga mín byrjaði um borð í báti. Ég var í eitt ár í flótta­manna­búðum og ein­hvern veginn endaði ég hér upp á stærsta sviðinu í Hollywood. Þeir segja að svona sögur gerist bara í kvik­myndum og ég trúi ekki að ég sé í þessum sporum. Þetta er ameríski draumurinn,“ sagði Quan sem fæddist í Víet­nam árið 1971.

Það var svo Jamie Lee Curtis sem vann verð­launin sem besta leik­konan í auka­hlut­verki og það ein­mitt fyrir myndina E­veryt­hing E­verywhere All at Once. Þetta eru fyrstu Óskars­verð­laun leik­konunnar á löngum ferli hennar í Hollywood. Það voru svo Daniel Kwan og Daniel Schenert sem fengu verð­launin fyrir bestu leik­stjórnina fyrir myndina E­veryt­hing E­verywhere All at Once.

Hér að neðan gefur að líta yfir­lit yfir sigur­vegara há­tíðarinnar. Sigurvegarar eru feitletraðir.

Besta myndin

“Everything Everywhere All at Once”

“All Quiet on the Western Front”

“Avatar: The Way of Water”

“The Banshees of Inisherin”

“Elvis”

“The Fabelmans”

“Tár”

“Top Gun: Maverick”

“Triangle of Sadness”

“Women Talking”

Besta leikkonan í aðalhlutverki

Michelle Yeoh (“Everything Everywhere All at Once”)

Cate Blanchett (“Tár”) 

Ana de Armas (“Blonde”) 

Andrea Riseborough (“To Leslie”)

Michelle Williams (“The Fabelmans”) 

Besti leikari í aðalhlutverki

Brendan Fraser (“The Whale”) 

Austin Butler (“Elvis”) 

Colin Farrell (“The Banshees of Inisherin”) 

Paul Mescal (“Aftersun”) 

Bill Nighy (“Living”) 

Besti leikstjórinn

Daniel Kwan, Daniel Scheinert (“Everything Everywhere All at Once”) 

Martin McDonagh (“The Banshees of Inisherin”) 

Steven Spielberg (“The Fabelmans”) 

Todd Field (“Tár”) 

Ruben Östlund (“Triangle of Sadness”)

Besta klippingin

“Everything Everywhere All at Once” — Paul Rogers

“The Banshees of Inisherin” — Mikkel E.G. Nielsen

“Elvis” — Matt Villa and Jonathan Redmond

“Tár” — Monika Willi

“Top Gun: Maverick” — Eddie Hamilton

Besta frumsamda lagið

“Naatu Naatu” úr myndinni “RRR” — eftir M.M. Keeravaani, texti eftir Chandrabose  

“Applause” úr myndinni “Tell It Like a Woman”

“Hold My Hand” úr myndinni “Top Gun: Maverick”

“Lift Me Up” úr myndinni “Black Panther: Wakanda Forever”

“This Is a Life” úr myndinni “Everything Everywhere All at Once”

Besta hljóðið

“Top Gun: Maverick”

“All Quiet on the Western Front”

“Avatar: The Way of Water”

“The Batman”

“Elvis”

Besta handritið byggt á áður útgefnu efni

“Women Talking” — Sarah Polley

“All Quiet on the Western Front”

“Glass Onion: A Knives Out Mystery”

“Living”

“Top Gun: Maverick”

Besta frumsamda handritið

“Everything Everywhere All at Once” — Daniel Kwan og Daniel Scheinert

“The Banshees of Inisherin”

“The Fabelmans”

“Tár”

“Triangle of Sadness”

Bestu tæknibrellurnar

“Avatar: The Way of Water” — Joe Letteri, Richard Baneham, Eric Saindon and Daniel Barrett

“All Quiet on the Western Front”

“The Batman”

“Black Panther: Wakanda Forever”

“Top Gun: Maverick”

Besta frumsamda tónlistin 

“All Quiet on the Western Front” — Volker Bertelmann

“Babylon”

“The Banshees of Inisherin”

“Everything Everywhere All at Once”

“The Fabelmans”

Besta leikmyndin 

“All Quiet on the Western Front”

“Avatar: The Way of Water”

“Babylon”

“Elvis”

“The Fabelmans”

Besta teiknaða stuttmyndin

“The Boy, the Mole, the Fox and the Horse”

“The Flying Sailor”

“Ice Merchants”

“My Year of Dicks”

“An Ostrich Told Me the World Is Fake and I Think I Believe It”

Besta stutta heimildarmyndin

“The Elephant Whisperers” — Kartiki Gonsalves og Guneet Monga

“Haulout”

“How Do You Measure a Year?” 

“The Martha Mitchell Effect”

“Stranger at the Gate”

Besta erlenda myndin 

“All Quiet on the Western Front” (Þýskaland) 

“Argentina, 1985” (Argentína) 

“Close” (Belgía)

“EO” (Pólland) 

“The Quiet Girl” (Írland)

Bestu búningarnir 

“Black Panther: Wakanda Forever”

“Babylon”

“Elvis”

“Everything Everywhere All at Once”

“Mrs. Harris Goes to Paris”

Hár og förðun

“The Whale”

“All Quiet on the Western Front”

“The Batman”

“Black Panther: Wakanda Forever”

“Elvis”

Besta kvikmyndatakan 

“All Quiet on the Western Front”

“Bardo, False Chronicle of a Handful of Truths”

“Elvis”

“Empire of Light”

“Tár”

Besta leikna stuttmyndin

“An Irish Goodbye”

“Ivalu”

“Le Pupille”

“Night Ride”

“The Red Suitcase”

Besta heimildarmyndin 

“Navalny”

“All That Breathes”

“All the Beauty and the Bloodshed”

“Fire of Love”

“A House Made of Splinters”

Besta leikkona í aukahlutverki

Jamie Lee Curtis (“Everything Everywhere All at Once”)

Angela Bassett (“Black Panther: Wakanda Forever”) 

Hong Chau (“The Whale”) 

Kerry Condon (“The Banshees of Inisherin”)  

Stephanie Hsu (“Everything Everywhere All at Once”)

Besti leikari í aukahlutverki

Ke Huy Quan (“Everything Everywhere All at Once”) 

Brendan Gleeson (“The Banshees of Inisherin”) 

Brian Tyree Henry (“Causeway”) 

Judd Hirsch (“The Fabelmans”)

Barry Keoghan (“The Banshees of Inisherin”) 

Besta teiknimyndin 

“Guillermo del Toro’s Pinocchio”

“Marcel the Shell With Shoes On”

“Puss in Boots: The Last Wish”

“The Sea Beast”

“Turning Red”