Lögin Gagnamagnið, með Daða og Gagnamagninu, og Oculis Videre, með Ívu koma til með að keppa til úrslita í Söngvakeppninni 2020 en úrslitin fara fram laugardaginn 29. febrúar næstkomandi.

Seinni undanúrslit í Sögvakeppninni 2020 fóru fram í Háskólabíó í kvöld þar sem fimm lög kepptu um tvö sæti. Auk þeirra laga sem fóru áfram í kvöld munu lögin frá fyrri undanúrslitunum, Almyrkvi, með Dimmu, og Klukkan tifar, með Ísold og Helgu, keppa í úrslitunum.

Þá var einnig eitt lag sem fór áfram sem svokallað „wildcard“ lag líkt og hefur verið síðustu ár og var það lagið Ekkó, með Nínu Dagbjörtu, sem kemur til með að keppa í úrslitunum ásamt hinum fjórum.

Hægt er að hlusta á öll lögin sem keppa í úrslitunum í heild sinni hér fyrir neðan.