Guð­for­eldrar Archie litla, sonar þeirra Harry og Meg­han, hafa loksins verið opin­beraðir. Her­toga­hjónin hafa ekki viljað gefa neitt upp um hverjir það séu en Sunday Timessegist hafa heimildir fyrir því að það séu þau Tiggy Petti­fer, Mark Dyer og Charli­e von Straubenzee.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur mikinn styr staðið í kringum hjónin að undan­förnu. Þau munu brátt segja skilið við konung­legar skyldur sínar og flytja til Kanada. Þegar Archie var skírður sögðu þau að guð­for­eldrar hans væru venju­legir borgarar og því þyrftu þau ekki að gefa nöfn þeirra upp.

Í um­fjöllun Sunday Times kemur fram að Tiggy Petti­fer og Mark Dyer séu ein­stak­lega nánir fjöl­skyldu­vinir. Tiggy hafi verið fóstra Harry og þá er Mark Dyer náinn vinur Karls Breta­prinsar. Charli­e hafi verið vinur hans í æsku.

„Þau voru bæði alltaf til staðar í barn­æsku Harry,“ segir heimildar­maður.
„Þau eru ein­stak­lega heillandi val úr lífi Harry og hann mun án efa vonast til þess að þau færi Archie á­kveðið öryggi í Bret­landi þrátt fyrir að þau muni brátt búa í Norður-Ameríku.“