Reykja­víkur­borg veitti á dögunum viður­kenningar fyrir fal­legar lóðir fjöl­býlis­húsa og fyrir­tækja og vandaðar endur­bætur á eldri húsum í Reykja­vík árið 2020 og 2021.

Fal­legustu lóðirnar árið 2020 voru eftir­farandi.

Granda­vegur 42

Rök­stuðningur: Vönduð hönnun. Snyrti­leg og vel við­haldin lóð. Mjög gott að­gengi um lóð. Fjöl­breyttir notkunar­mögu­leikar fyrir alla aldurs­hópa. Fjöl­breytt og gott gróður­val á lóð sem skapar mjúka á­sýnd.

Grandavegur 24 er fjölbýlishúsalóð. Hönnuður lóðar er Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt fíla.
Mynd: Reykjavíkurborg

Hádegismóar 8

Rökstuðningur: Snyrtileg lóð, vönduð hönnun, falleg ásýnd. 

Hádegismóar 8 er stofnanalóð. Hönnuður lóðar er Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt fíla.
Mynd: Reykjavíkurborg

Barónessan

Rökstuðningur: Vel útfært svæði fyrir verslanir við sumargötur, semkkvísi eigenda skilar sér vel í hönnun og útfærslu, lífgar upp á annars frekar hefðbundna götu, falleg ásýnd.

Barónessan er  sumargata Reykjavíkurborgar.
Mynd: Reykjavíkurborg

Fallegustu eldri húsin árið 2020 voru eftirfarandi.

Fríkirkjuvegur 11

Húsið var reist á árunum 1907-1908 eftir teikningum Einars Er­lends­sonar fyrir at­hafna­manninn Thor Jens­sen. Klassískar skreytingar eru á­berandi að innan sem utan  og við aðal­inn­ganginn eru jónískar súlur.

Auk fjöl­margra at­riða sem voru ný­lunda á þeim tíma sem húsið var reist, s.s. vatns- og raf­lagnir, stendur húsið jafn­framt sem vitnis­burður um fram­úr­skarandi frá­gang hvað smíðar og málun varðar en fyrstu ís­lensku málarnir komu að málun hússins.

Húsið, sem er frið­lýst, hefur staðið ó­breytt að mestu frá upp­hafi en gengist undir tölu­verðar við­halds­fram­kvæmdir á undan­förnum árum. Húsið er eitt besta dæmi Reykja­víkur um fram­úr­skarandi varð­veislu hvað byggingar­stíl, byggingar­efni og hand­verk varðar.

Fríkirkjuvegur 11 er tvílyft timburhús í nýklassískum stíl. Endurbætur/ T.ark.
Mynd: Reykjavíkurborg

Hátún 8

Há­tún 8 er með þekktari fjöl­býlis­húsum í Reykja­vík. Húsið er 7 hæðir auk efri og neðri kjallara, en þar eru alls 35 í­búðir sem allar hafa út­sýni til 3 átta. Sig­valdi lagði á­herslu á sér­býlið í fjöl­býlinu við hönnun hússins. 

Húsið ber ein­kenni lita­notkunar Sig­valda, hvítur, gulur og blár. Hvítur er á þeim flötum sem í­búðir eru stað­settar, guli liturinn myndar dýpt og ýkir skugga en blái liturinn rammar inn auka­rými byggingarinnar s.s. geymslur, kjallara og þvotta­hús. 

Ný­legar endur­bætur á húsinu sem stóðu yfir um ára­bil hafa miðast að því að varð­veita upp­runa­leika hönnunar Sig­valda. Til að mynda var skipt um alla glugga, gert við húsið að utan og það málað.

Hátún 8 er byggt árið 1963 eftir teikningum Sigvalda Thordarson arkitekts. Endurbætur: Albína Thordarson.
Mynd: Reykjavíkurborg

Skólastræti 5

Í húsinu má lesa hvernig lítil 19. aldar í­búðar­hús stækkuðu eftir tísku og efna­hag er leið á öldina en húsið var lengt til norðurs og byggður á það breiður miðju­kvistur 1865. Árið 1889 var það síðan hækkað um eina hæð.

Húsið er eitt af elstu í­búðar­húsum í mið­bæ Reykja­víkur en það hefur jafn­framt ó­tví­rætt gildi sem partur af hinni upp­runa­legu timbur­húsa­byggð sem prýðir brekkuna austan Lækjar­götu. Ytra byrði hússins var frið­lýst 1992. 

Húsið er enn í dag nýtt sem í­búðar­hús en endur­bætur á því hafa staðið yfir í langan tíma. Endur­bætur á austur­hlið hússins (eina hliðin sem ekki hafði verið færð til upp­runa­legs horfs) hófust árið 2018. Þá var báru­járn fjar­lægt og húsið klætt í upp­runa­legum stíl, með lista­þili og vatns­klæðningu.

Skólastræti 5 er í búðarhús Einars Jónssonar „snikkara“ var reist árið 1856 og er meðal elstu húsa í Reykjavík. Endurbætur/ Páll V. Bjarnason / P ark
Mynd: Reykjavíkurborg

Fallegustu lóðirnar árið 2021 voru eftirfarandi.

Suðurgata 12

Hér er um að ræða gagn­gera endur­nýjun á lóðinni þar sem vel hefur verið vandað til verka. Garðurinn fegrar alla götu­mynd Suður­götunnar einnar elstu götu í gömlu Reykja­vík.

Efnis­val og út­færslur eru ein­stak­lega smekk­legar og vel leystar á­samt öllu gróður­vali. Lóðin er einnig snyrti­leg og við­haldið er gott. Neðst í lóðinni við gang­stétt á Suður­götu er komið fyrir lista­verki eftir Kristin Hrafns­son sem er skemmti­leg við­bót við góða hönnun lóðarinnar.

Suðurgata 12 er stofnanalóð. Hönnnuður: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt fíla.
Mynd: Reykjavíkurborg

Lágaleiti 1-9, Vörðuleiti 2 & Efstaleiti 19-27

Lóðin stendur á svo­kölluðum RÚV-reit sem var skipu­lagður í takt við á­herslur Aðal­skipu­lags Reykja­víkur um þéttingu byggðar. Hér er um að ræða vandaða hönnun á fjöl­býlis­húsa­lóð.

Gott að­gengi er á lóðinni og að­stæður fyrir börn og full­orðna til fyrir­myndar. Fjöl­breyttir notkunar­mögu­leikar eru fyrir alla aldurs­hópa. Lóðin er snyrti­leg og við­haldið er gott. Gróður­val á lóðinni er fjöl­breytt sem skapar mjúka á­sýnd. 

Lágaleiti 1-9, Vörðuleiti 2 & Efstaleiti 19-27 eru fjölbýlishúsalóðir. Hönnnuður: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt fíla.
Mynd: Reykjavíkurborg

Fallegustu eldri húsinu árið 2021 eru eftirfarandi.

Íþaka / Lækjargata 5a 

Danski byggingar­meistarinn C Klentz sá um byggingu og lík­lega hönnun þess. Upp­haf­lega voru út­veggir kalkaðir og þak skífu­lagt. Boga­dregnir pott­járns­gluggar prýddu allar hliðar hússins. Upp­haf­lega var inn­gangur í húsið frá Bók­hlöðu­stíg en gatan dregur nafn sitt af húsinu. 

Í­þaka er partur af elstu og heil­legustu götu­mynd Reykja­víkur en götu­myndin (frá Stjórnar­ráðs­húsinu sem stendur nyrst og Í­þöku sem stendur syðst) ein­kennist af húsum sem byggð voru á 18. og 19. öld og eru nú frið­lýst.

Ný­legar endur­bætur á Í­þöku sem gerðar voru eftir teikningum Argos arki­tekta miðuðust að því að færa húsið sem næst upp­runa­legu út­liti. Sem dæmi um breytingar utan­húss var báru­járn fjar­lægt af þaki og það skífu­lagt í upp­runa­legum stíl. Gert var að upp­runa­legum pott­járns­gluggum og þeir endur­glerjaðir. Þá var úti­dyra­hurð aftur komið fyrir á upp­runa­legum stað á suður­gafli hússins. Annar frá­gangur endur­bóta miðaðist við upp­haf­lega gerð hússins og þykir til fyrir­myndar.

Íþaka var reist sem bókhlaða Menntaskólans í Reykjavík árið 1867 og er það hlaðið steinhús úr höggnum grástein. Endurbætur: Argos.
Mynd: Reykjavíkurborg

Tjarnargata 28

Upp­haf­legt hús var reist með port, risi og kjallara í báru­járns­sveit­serstíl sem ein­kennir byggðina undir Tjarnar­brekkunni. Gildi hússins er því mikið fyrir þá röð frið­lýstra timbur­húsa sem reist voru í byrjun 20. aldar í sam­bæri­legum byggingar­stíl.

Ný­legar endur­bætur á ytra byrði hússins sem gerðar voru eftir teikningum Glámu-Kím arki­tekta fólu m.a. í sér að byggja kvist á austur­hlið hússins (Tjarnar­götu­megin), reisa vegg við lóðar­mörk úr grá­grýti og mála veggi og tré­verk sa­kvæmt þeim lita­upp­lýsingum sem fundust í húsinu og tíðar­anda upp­runa­legs byggingar­stíls.

Ofan­greindar við­bætur á­samt öðrum endur­bótum hafa verið út­færðar af virðingu fyrir upp­runa­legum stíl hússins og nær­um­hverfi þess.

Tjarnargata 28 var byggt fyrir Eggert Briem skrifstofustjóra árið 1907 en hönnuður þess er ókunnur. Endurbætur: Gláma-Kím.
Mynd: Reykjavíkurborg
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pawel Bartoszek formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar veittu viðurkenningarnar.
Mynd: Reykjavíkurborg