Elstu eignirnar til sölu á Fasteignaleit Fréttablaðsins eru virðulegar og fjölbreyttar.

Hluti fasteignanna mega muna fífil sinn fegri en það sést varla á öðrum og er greinilegt að nokkrar kynslóðir eigenda hafa haldið við eignirnar í gegnum árin.

Hér má sjá lista yfir elstu eignirnar sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem elstu eignirnar í boði á markaðnum í dag séu ekki mikið eldri en um aldamótin 1900.

Grettisgata 35

  • Byggingarár 1914
  • Verð 140.000.000 krónur

Grettisgata er gata í Austurbænum og Norðurmýri í Reykjavík sem liggur frá Vegamótastíg í vestri til Rauðarárstígs í austri. Hún tók að byggjast á síðustu árum 19. aldar og er nefnd eftir fornkappanum Gretti Ásmundarsyni. Við götuna eru um 100 hús, flest íbúðarhús.

Við Grettisgötu 35 má finna einbýlishús sem hefur verið sett á sölu. Húsið er 243 fermetrar á stærð en með því fylgja tvær aukaíbúðir og sér bílastæði á lóðinni. Eldhús og baðherbergi eru með gamalli innréttingu eins og má sjá á myndum.

Alls eru tíu herbergi, þar af sjö svefnherbergi. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér á Fasteignaleit Fréttablaðsins.

Skipt var um þakjárn og pappa árið 2006 og húsið var klætt að utan.
Í stofunni má finna gamlan og fallegan kolaofn.
Gamlar innréttingar á baði og eldhúsi.

Langholtsvegur 48

  • Byggingarár 1902
  • Verð 39.900.000 krónur

Íbúð í fjölbýlishúsi við Langholtsveg 48 hefur verið sett á sölu. Um er að ræða tveggja herbergja, 56 fermetra íbúð með aðgengi að garði þar sem gæludýr eru leyfð.

Húsið er forskalað timburhús. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara en hver íbúð er með sín eigin tæki.

Það sést varla á húsinu eða íbúðinni að um sé að ræða 120 ára gamla fasteign. Innréttingin er nútímaleg eins og má sjá á myndum.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér á Fasteignaleit Fréttablaðsins.

Íbúðin er á annarri hæð (efsta hæð). Húsið er efst í botnlanga.
Eldhúsið er nútímalegt með L-laga innréttingi, neðri skápar og efri að hluta, parket á gólfi.
Baðherbergið: dúkur á gólfi og á veggjum að hluta, upphengt salerni og sturtuaðstaða.

Vesturgata 21

  • Byggingarár 1900
  • Verð 89.900.000 krónur

Vesturgata á sér langa og merkilega sögu en hún hét áður Hlíðarhúsastígur og Læknisgata þar sem landlæknir bjó þar. Langt fram yfir aldamótin 1900 töluðu menn um að fara vestur á Stíg.

Við Vesturgötu 21 má finna sérlega sjarmerandi, bjarta og fallega hæð og kjallara. Húsið er bárujárnsklætt grindarbyggt timburhús á hlöðnum kjallara og skiptist í tvær íbúðir, eina þriggja herbergja á aðalhæð og eina tveggja herbergja íbúð í kjallara, alls 141,0 fermetrar að stærð. Í húsinu eru fimm herbergi, þar af tvö svefnherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér á Fasteignaleit Fréttablaðsins.

Húsið er bárujárnsklætt grindarbyggt timburhús.
Þar sem fortíð og nútíð mætast í grátónum.

Strandgata 17

  • Byggingarár 1893
  • Fasteignamat 66.350.000 krónur

Við Strandgötu í Hafnarfirði má finna fjögurra herbergja 188,4 fermetra einbýlishús. Ljóst er að eignin þarfnast viðhalds en hún er vinsælum stað þar sem öll helsta þjónusta er í göngufæri ásamt afþreyingu og iðandi mannlífi.

Með húsinu fylgja tvær einingar, rúmlega 62 fermetra íbúðarherbergi byggt 1900 og rúmlega 28 fermetra verslun.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér á Fasteignaleit Fréttablaðsins.

Eignin þarfnast viðhalds
Mynd úr eldri fasteignaauglýsingu sem sýnir verslunina.

Laugavegur 5

  • Byggingarár 1890
  • Verð 59.500.000 krónur

Við Laugaveg 5 má finna tveggja herbergja 68.5 fermetra íbúð. Eldhús er innbyggt í skápum, endurnýjað 2020 innrétting er frá Alno í Þýskalandi. Íbúðin stendur við göngugötu en sérbílastæði fylgir frá Hverfisgötu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér á Fasteignaleit Fréttablaðsins.

íbúðin virðist furðu rúmgóð miðað við stærð.
Fyrir framan og aftan.