Daði Freyr Péturs­son, keppandi Ís­lands í Euro­vision árið 2021 svipti hulunni í morgun af nafninu á Euro­vision fram­lagi Ís­lands árið 2021.

Fram­lag Ís­lands í Euro­vision árið 2021 ber heitið „10 Years“ og verður hulunni svipt af laginu í beinni út­sendingu laugar­daginn 13. mars næst­komandi. Mikil leynd hefur hvílt yfir laginu, enda eftir­væntingin mikil.

Daði fékk til liðs við sig rúm­lega þúsund Ís­lendinga við gerð lagsins í sér­stökum kór. 1153 manns sendu inn raddir sínar og hefur Daði heitið því að nota allar upp­tökur sem honum bárust.

Daða hefur þegar verið spáð góðu gengi í keppninni í ár, enda benti allt til þess að Daði myndi gera at­lögu að Euro­vision krúnunni í fyrra með lagi sínu „Think About Things.“ Vakti lagið raunar það mikla at­hygli að Time Magazine sagði lagið eitt af tíu bestu lögum heims í fyrra.

„Lagið fjallar um það að við Árný séum búin að vera saman í 10 ár. Hvernig ástin styrkist með tímanum. „Plötuumslagið“ er svo mynd af andlitinu á peysunni hennar Árnýjar, eins og Think About Things var með andlitinu mínu. Þetta er í rauninni nokkuð beint framhald af Think About Things þetta lag,” segir Daði Freyr samtali við RÚV

10 Years - Out March 13 Eurovision Song Contest Pre-save: https://dadifreyr.ffm.to/10years.ofp

Posted by Daði Freyr on Wednesday, 24 February 2021