Ísland verður í fyrri hluta seinni undanriðils Eurovision, sem fer fram þann 11. maí á þessu ári.

Íslenska framlagið mun mæta nágrönnum okkar í Danmörku. Einnig verða Ástralía, Austurríki, San Marínó og Pólland með okkur í riðli auk fleiri landa.

Fyrri undanriðillinn, sem keppt verður í þann 9. maí, inniheldur eftirfarandi lönd: Serbía, Lettland, Írland, Noregur, Portúgal, Króatía, Malta, Svíþjóð, Móldóvía, Sviss, Ísrael Holland, Finnland, Azerbaijan og Tékkland

Seinni undanriðillinn, sem keppt verður í þann 11. maí, inniheldur eftirfarandi lönd: Armenía, Kýpur, Rúmenía, Danmörk, Belgía, Ísland, Grikkland, Eistland, Albanía, Ástralía, Austurríki, Litháen, San Marínó, Slóvenía, Georgía og Pólland

Eins og áður eiga Bretland, Spánn, Þýskaland og Frakkland fast sæti auk Úkraínu sem sigraði keppnina í fyrra.