Verbúðin heldur áfram að slá í gegn og í gærkvöldi var sérstaklega tekið eftir dansi Gísla Arnar Garðarsonar við Fræbbbblana. Þarna gefur að líta mann í rykfrakka að dansa við tónlist sem er ekki endilega sú tónlist sem hann setur á heima hjá sér, en til að vera maður fólksins stígur hann nokkur spor.
Ef fólk vill apa dansinn eftir er lykilatriði að leika sér að hraða, og passa að jarðtenging sé lítil. Gísli Örn hefur bakgrunn úr bæði breikdansi og fimleikum svo unun er af að horfa á það vald sem hann hefur yfir líkama sínum og hvað örfáar hreyfingar segja mikla sögu.

Árið 1985 var áramótadansleikur í Sjónvarpinu með Stuðmönnum þar sem sjá mátti hin ýmsu fyrirmenni dilla sér. Þarna voru stjórmálamenn þess tíma, Hófí, Jón Páll, Haukur Morthens og fleiri. Ef vel er að gáð má sjá að Gísli Örn nær töktunum nokkuð vel.
Hér eru tveir sporaþræðir frá Össuri Skarphéðinssyni:


Og hér er Steingrímur Hermannsson, að tvista við Taktu til við að tvista. Virkilega góð hársveifla.

Og að endingu, er hér settlegur Ólafur Ragnar Grímsson:
