Ver­búðin heldur á­fram að slá í gegn og í gær­kvöldi var sér­stak­lega tekið eftir dansi Gísla Arnar Garðar­sonar við Fræbbbblana. Þarna gefur að líta mann í ryk­frakka að dansa við tón­list sem er ekki endi­lega sú tón­list sem hann setur á heima hjá sér, en til að vera maður fólksins stígur hann nokkur spor.

Ef fólk vill apa dansinn eftir er lykil­at­riði að leika sér að hraða, og passa að jarð­tenging sé lítil. Gísli Örn hefur bak­grunn úr bæði breik­dansi og fim­leikum svo unun er af að horfa á það vald sem hann hefur yfir líkama sínum og hvað ör­fáar hreyfingar segja mikla sögu.

Screen-Recording-2022-01-30-at-22.39.07.mov-high.gif

Árið 1985 var ára­móta­dans­leikur í Sjón­varpinu með Stuð­mönnum þar sem sjá mátti hin ýmsu fyrir­menni dilla sér. Þarna voru stjór­mála­menn þess tíma, Hófí, Jón Páll, Haukur Morthens og fleiri. Ef vel er að gáð má sjá að Gísli Örn nær töktunum nokkuð vel.

Hér eru tveir sporaþræðir frá Össuri Skarphéðinssyni:

yt5s.com-Aramotadansleikur-Sjonvarpsins-1985-480p.mp4-high.gif
yt5s.com-Aramotadansleikur-Sjonvarpsins-1985-480p.mp4-high-2.gif

Og hér er Steingrímur Hermannsson, að tvista við Taktu til við að tvista. Virkilega góð hársveifla.

yt5s.com-Aramotadansleikur-Sjonvarpsins-1985-480p.mp4-high-4.gif

Og að endingu, er hér settlegur Ólafur Ragnar Grímsson:

yt5s.com-Aramotadansleikur-Sjonvarpsins-1985-480p.mp4-high-5.gif