Ís­lendingarnir í Euro­vision kvik­mynd Will Ferrell, Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga, eru ekki af skornum skammti. Myndin kemur út í júní og fjallar að sjálf­sögðu um í­myndaða þátt­töku Ís­lands í keppninni.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá á dögunum brugðust Euro­vision að­dá­endur er­lendis nokkuð ó­kvæða við fyrstu stiklunni úr myndinni. Í henni má sjá þau Will Ferrell og Rachel M­cA­dams í hlut­verkum sínum sem Ís­lendingarnir Lars Ericks­son­g og Sig­rit Ericks­dottir.

Ferrell og McAdams í hlutverkum sínum í myndinni.
Mynd/Netflix

Myndin var eins og al­þjóð man ef­laust eftir tekin upp hér á landi, að stórum hluta, meðal annars á Húsa­vík.

Það voru þó ekki bara þau Ferrell, M­cA­dams og Pi­erce Brosnan sem fóru með hlut­verk í myndinni eins fram kemur á kvik­mynda­síðunni IMDB.

Hér að neðan má sjá lista yfir ís­lensku leikarana sem leika í myndinni og hann er langur:

Jóhannes Haukur Jóhannes­son

Ólafur Darri Ólafs­son

Nína Dögg Filippus­dóttir

Björn Hlynur Haralds­son

Guð­mundur Þor­valds­son

Jói Jóhanns­son

Brie Kristian­sen

Arn­mundur Ernst Björns­son

Björn Stefáns­son

Álf­rún Gísla­dóttir (Al­frun Rose)

Smári Gunnars­son

Hall­dóra Thoell

Elín Péturs­dóttir

Hannes Óli Ágústs­son

Hlynur Þor­steins­son

Mætt í Eurovision. Í myndinni að minnsta kosti.
Mynd/Netflix