Leik- og tónlistarkonan Selma Björnsdóttir og leikarinn Rúnar Freyr Gíslason skildu árið 2010.

Fyrrum fótboltakappinn Rúrik Gíslason og athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir hættu saman í byrjun árs 2017.

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson betur þekktur sem Ingó veðurguð og förðunarfræðingurinn Rakel María hættu saman á síðasta ári.

Dansarinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir og brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson hættu saman árið 2020.

Fyrirlesarinn og hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs og áhrifavaldurinn Hildur Sif Hauksdóttir hættu saman fyrr á þessu ári eftir rúmlega átta ára samband.

Leikarinn og hlaðvarpsstjórnandinn Ásgrímur Geir Logason og leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir fóru í sitthvora áttina árið 2019.

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og athafnakonan Lilja Pálmadóttir fóru í sitthvora áttina árið 2019 eftir tuttugu ára samband.

Tónlistarfólkið Ágúst Bent og Þórunn Antonía Magnúsdóttir hættu saman árið 2012.

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson fóru í sitt hvora áttina árið 2021. Saman eiga þau tvö börn.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og Brynja Gunnarsdóttir skildu árið 2004 eftir nítján ára hjónaband.

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall voru saman um tíma og eiga eina dóttur.

Tónlistarfólkið Ragnildur Gísladóttir og Jakob Frímann Magússon gengu í hið heilaga árið 1983 og skildu árið 2000.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Davíð Þór Jónsson, prestur voru saman í sjö ár en sambandið endaði árið 2004.

Athafnakonan Ingibjörg Pálmadóttir og Tómas Andrés Tómasson eða Tommi eigandi Hamborgarabúllu Tómasar voru par um tíma og eiga eina dóttur saman.

Tónlistarfólkið Birgitta Haukdal og Jóhann Bachman, eða Hanni eins og hann er kallaður voru saman í rúm fjögur ár en slitu sambandi árið 2003. Birgitta og Hanni eru bæði í hljómsveitinni Írafár.

Andrea Róberts og Friðrik Weishappel voru eitt heitasta parið á tíunda áratugnum.

Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson og leikkonan María Ellingsen voru gift og eiga saman þrjú börn.

Erna Hrund Hermannsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, fóru í sitthvora áttina árið 2017. Saman eiga þau tvo drengi.

Þingmaðurinn og fyrrum fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson og fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir voru saman um tíma.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Jónasson og Eva María Jónsdóttir fyrrum fjölmiðlakona voru gift og eiga saman þrjár dætur.
