Það hefur ef­laust ekki farið fram­hjá neinum að tölvu­teiknaða myndin Lion King frá Dis­n­ey kemur í kvik­mynda­hús í næstu viku. Myndin er endur­gerð af teikni­myndinni frá árinu 1994 en það er ó­hætt að full­yrða að um sé að ræða eina af ást­sælustu Dis­n­ey myndum allra tíma. Frétta­blaðið hefur undir höndum lista af leikurum sem sjá um ís­lenska tal­setningu en ljóst er að um ein­vala­lið leikara er að ræða. Stúdíó Sýrland sá um útsetningu.

Upp­runa­lega myndin var lengi vel vin­sælasta teikni­mynd allra tíma hér­lendis í kvik­mynda­húsum og bíða margir eftir nýju myndinni með mikilli eftir­væntingu.

„Þetta er auð­vitað vin­sælasta teikni­mynd allra tíma síðan hún var frum­sýnd, þar til í fyrra að minnsta kosti. Það voru yfir 57 þúsund manns sem sáu Lion King árið 1994 og það var ekki slegið fyrr en 2018,“ segir Þor­valdur Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm í samtali við Fréttablaðið og tekur fram að það sé ein­stakt af­rek. Incredibles 2 frá Pixar skákaði svo myndinni í fyrra.

Margir minnast enn með hlýju tal­setningu ís­lensku leikaranna í upp­runa­legu myndinni, meðal annars Þor­valds Davíðs Kristjáns­sonar í hlut­verki ungs Simba, Felix Bergs­sonar sem eldri Simba og Steinunnar Ó­línar Þor­steins­dóttur sem full­orðinnar Nölu.

Hópurinn sem tal­setur endur­gerðina í ár saman­stendur svo sannar­lega af ein­vala­liðið leikara en þar má nefna Gabríel Mána Kristjáns­son sem fer með hlut­verk unga Simba, Þórunni Jenný Qingsu Guð­munds­dóttur sem fer með hlut­verk ungrar Nölu auk Írisar Hólm Jóns­dóttur sem fer með hlut­verk full­orðinnar Nölu.

Gabríel Máni var jólastjarnan í fyrra.

Lion King – Konungur ljónanna 2019 ís­lenskt kredit

Helstu hlut­verk:
Mu­fasa – Múfasa Jóhann Sigurðar­son
Scar – Skari Orri Huginn Ágústs­son
Timon – Tímon Ævar Þór Bene­dikts­son
Pumbaa – Púmba Hannes Óli Ágústs­son
Zazu – Sasú Björg­vin Franz Gísla­son
Simba – Simbi Þor­valdur Davíð Kristjáns­son
Young Simba - Simbi ungur Gabríel Máni Kristjáns­son
Nala - Nala Íris Hólm Jóns­dóttir
Young Nala - Nala ung Þórunn Jenný Qingsu Guð­munds­dóttir
Rafiki – Raf­íkí Guð­mundur Ólafs­son
Sarabi – Sara­bía Edda Björg Eyjólfs­dóttir
Shenzi – Sensí Vig­dís Gunnars­dóttir
Azizi – Asísí Hjálmar Hjálmars­son
Kamari – Kamarí Oddur Júlíus­son

Auka­hlut­verk:
Lára Sveins­dóttir, Árni Bein­teinn Árna­son, Kjartan Darri Kristjáns­son, Viktor Óli Ei­ríks­son Smith

Söngur í upp­hafs­lagi:
Andrea Gylfa­dóttir

Kór:
Thelma Hrönn Sigur­dórs­dóttir, Ingi­björg Fríða Helga­dóttir, Auður Guð­john­sen, Lilja Dögg Gunnars­dóttir, Guð­mundur Vignir Karls­son, Björn Thoraren­sen, Örn Ýmir Ara­son

Þýðing:
Björn Thoraren­sen byggt á þýðingu Ólafs Hauks Símonar­sonar á eldri myndinni.

Þýðing söng­texta:
Ólafur Haukur Símonar­son
Þor­steinn Eggerts­son
Björn Thoraren­sen

Leik­stjóri: Rósa Guð­ný Þórs­dóttir
Að­stoðar­leik­stjóri: Lára Sveins­dóttir
Söng­stjóri: Björn Thoraren­sen
Upp­töku­stjóri: Kristinn Sigur­páll Sturlu­son