Banda­rískir slúður­miðlar keppast nú við að flytja fregnir af því að Ellen DeGeneres sé á út­leið úr vin­sælum spjall­þáttum sínum sem kenndir eru við hana. Á Perez­Hilton er haft eftir heimildar­manni að fram­leið­endur séu með fjóra fræga ein­stak­linga í huga, sem þeir vilja að taki við keflinu af Ellen.

Frétt banda­ríska miðilsins kemur í kjöl­far fregna af því að starfs­menn þáttarins hafi kvartað undan eitraðri vinnu­staða­menningu. Spjall­þátta­stjórnandinn sendi starfs­mönnum sínum tölvu­póst í síðustu viku, þar sem hún baðst af­sökunar á fram­ferði yfir­manna á setti.

Meðal þess sem yfir­menn í þættinum eru sagðir hafa gert er að láta út úr sér rasísk um­mæli, refsað starfs­fólki fyrir að vekja at­hygli á vanda­málum, segja starfs­fólki upp í miðju veikinda­leyfi og neita þeim um frí til að fara í jarðar­farir fjöl­skyldu­með­lima. Ellen lofaði því að hún myndi beita sér fyrir því að vinnu­staða­menningin yrði bætt en hefur ekki gefið í skyn með neinum hætti að hún ætli sér að hætta.

Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að slúður­miðlar í Banda­ríkjunum hafa gert sér mat úr því hver hugsan­lega muni taka við af Ellen. Sjálf hefur hún stýrt spjall­þáttunum síðan árið 2003 og marg­sinnis sagt að hún í­hugi að setjast brátt í helgan stein.

Blaða­maður Perez­Hilton full­yrðir eftir heimildar­manni fram­leiðslu­fy­ri­tækisins að fram­leið­endur hugi nú að því hvort að ráða einn af fjórum ein­stak­lingum, þau Jenni­fer Ani­ston, Sean Hayes, Kristen Bell eða Melissa Mc­Cart­hy.

„Öll fjögur eru þekkt á heims­vísu og eiga sína fylgj­endur. Þau eru öll hlý og gætu haldið uppi þætti eins og Ellen, án hennar,“ segir heimildar­maðurinn.

„Sean leiðir núna kapp­hlaupið þar sem hann er til taks og hefur sannað að að hann er góður þátta­stjórnandi með því að stýra þættinum með Ellen,“ segir heimildar­maðurinn. Hann hafnar öðrum fréttum af því að sjón­varps­maðurinn James Cor­d­en sé einnig til skoðunar hjá fram­leið­endum.

„Hann er klár­lega ekki til skoðunar þar sem hann er með lang­tíma­samning við CBS og ef hann hefði á­huga á því að stýra spjall­þætti sem sýndur er um dag, myndi CBS hrein­lega fram­leiða einn slíkan fyrir hann. Svo er hann alveg nógu upp­tekinn seint um kvöld þannig það gerist ekkert.“

Jennifer Aniston er sögð álitleg af framleiðendum. Spurningin er þó hvort hún hafi áhuga.
Fréttablaðið/Getty
Það muna flestir eftir Sean Hayes úr grínþáttunum Will and Grace sem sýndir voru á Skjá-einum í den tíð.
Fréttablaðið/Getty
Melissa McCarthy hefur átt sjö dagana sæla í gríninu undanfarin ár.
Fréttablaðið/Getty
Kristen Bell hefur verið opinská við fylgjendur sína undanfarin ár og meðal annars ítrekað rætt reynslu sína af móðurhlutverki.
Fréttablaðið/AFP