Ís­lensku hljóð­bóka­verð­launin, Stor­ytel Awards, voru veitt við há­tíð­lega at­höfn í Norður­ljósum í Hörpu í kvöld. Um er að ræða ár­legan við­burð þar sem hljóð­bóka­unn­endur, út­gef­endur, höfundar og lesarar fagna saman út­gáfu vönduðustu hljóð­bóka ársins.

Kynnir kvöldsins var fjöl­miðla­konan Eva María Jóns­dóttir og sá Doctor Victor um tón­listina auk þess sem Daníel Ágúst flutti Dansarann, titil­lag sam­nefndrar bókar. Verð­laun voru veitt í átta flokkum og voru verð­launa­hafar eftir­farandi:

Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi.
Mynd/Árni Rúnarsson

Fag­verð­laun - Sönn ís­lensk saka­mál eftir Sigur­stein Más­son með hljóð­hönnun eftir Frið­rik G. Sturlu­son

„Sagan flæðir á­fram á hár­réttum hraða, hæfi­lega skreytt með á­hrifa­hljóðum og tón­list og hljóð­blöndunin mjög góð. Leik­lestur og við­töl krydda sögurnar mikið. Klipping lesturs, val á á­hrifa­hljóðum og tón­list er eins fag­mann­legt og kostur er á. Heildar­hljómur þannig eins og best verður á kosið,“ segir í um­sögn dóm­nefndar.

Hjónin Anna Kolfinna Kuran og Daníel Ágúst Haraldsson.
Mynd/Árni Rúnarsson

Barna- og ung­menna­bækur - Sögur fyrir svefninn eftir Evu Rún Þor­geirs­dóttur, lesin af Sölku Sól

„Skapað er öruggt rými fyrir börn þar sem þau eru leidd inn í slökun með per­sónu­legum lestri. Til verður nánd milli lesara og barns sem kemst í ró fyrir svefninn. Sögur fyrir svefninn hentar hljóð­bókar­forminu full­kom­lega og mögu­leikar þess eru nýttir til hins ítrasta þar sem hljóð­heimurinn virkjar í­myndunar­afl barnsins. Flutningur Sölku Sólar er hlý­legur og yfir­vegaður og vel til þess fallin að börn finni frið og kyrrð og komist örugg­lega inn í drauma­land,“ segir í um­sögn dóm­nefndar.

Eva María Jónsdóttir var kynnir kvöldsins.
Mynd/Árni Rúnarsson

Glæpa­sögur - Dansarinn eftir Óskar Guð­munds­son, lesin af Daníel Ágúst Haralds­syni

„Í Dansaranum segir Óskar Guð­munds­son harm­ræna sögu af manni sem býr við stöðugt mót­læti og höfnun. Höfundur lýsir hrylli­legum at­burðum en snertir um leið við lesanda með hlýju og næmni við mótun per­sóna sinna. Daníel Ágúst Haralds­son lyftir verkinu svo í hæstu hæðir með inn­lifuðum og grípandi lestri. Hljóð­vinnsla verksins er fyrsta flokks. Dansarinn er skáld­saga sem vekur ýmsar á­leitnar spurningar og sækir á­fram á lesandann löngu eftir að hlustun lýkur,“ segir í um­sögn dóm­nefndar.

Vinkonurnar Þuríður Blær og Salka Sól.
Mynd/Árni Rúnarsson

Skáld­sögur - Bróðir eftir Hall­dór Armand, lesin af Þuríði Blævi Jóhanns­dóttur og Einari Aðal­steins­syni

„Bróðir er stór og sterk skáld­saga þar sem Hall­dór Armand leikur af öryggi á marga strengi. Höfundur nær í senn að magna upp spennu og for­vitni hjá lesanda um af­drif per­sóna sinna og setja fram skarpa sam­fé­lags­greiningu. Marg­radda frá­sagnar­að­ferð bókarinnar leiðir til þess að hún hentar einkar vel sem hljóð­bók og standa lesararnir, Einar Aðal­steins­son og Þuríður Blær Jóhanns­dóttir, sig með ein­dæmum vel. Hljóð­vinnsla og lestur til stakrar fyrir­myndar. Eftir­minni­leg og frum­leg bók,“ segir í um­sögn dóm­nefndar.

Doctor Victor, Óskar Guðmundsson, Bomarz og Daníel Ágúst Haraldsson.
Mynd/Árni Rúnarsson

Ósk­áldað efni - Fjórar systur eftir Helen Rappa­port, lesin af Veru Illuga­dóttur og þýdd af Jóni Þ. Þór

„Í Fjórum systrum nýtir sagn­fræðingurinn Helen Rappa­port sér að­ferðir skáld­sögunnar til að segja stóra og grípandi sögu af ör­lögum fjögurra rúss­neskra kvenna. Út­koman er fræðandi ferða­lag um for­tíðina sem heldur lesandanum alltaf við efnið. Lesarinn Vera Illuga­dóttir hefur blæ­brigða­ríka rödd sem lands­menn hafa fyrir löngu tekið ást­fóstri við og hér flytur hún textann af því­líkri inn­lifun að halda mætti að hún hefði sjálf ritað verkið. Hljóð­vinnsla er vönduð og fag­mann­leg. Ein­stök bók um harm­ræn ör­lög systranna Olgu, Tatjönu, Maríu og Anastasíu,“ segir í um­sögn dóm­nefndar.

Silja Aðalsteinsdóttir tók við verðlaunum fyrir lestur sinn á bók Guðrúnar frá Lundi.
Mynd/Árni Rúnarsson

Rómantík - Tengda­dóttirin eftir Guð­rúnu frá Lundi, lesin af Silju Aðal­steins­dóttur

„Tengda­dóttirin er sí­gildur sveitar­ómans þar sem Guð­rún frá Lundi sýnir á sér allar sínar bestu hliðar. Við kynnumst fjölda ó­líkra per­sóna í ís­lensku bænda­sam­fé­lagi fyrri tíma og fáum inn­sýn í ver­öld sem var – jafn­vel þótt sögu­heimurinn kunni að orka framandi á marga les­endur í nú­tímanum er verkið alltaf að­gengi­legt og skemmti­legt enda lýsir það til­finningum og ör­lögum manna sem allir geta sam­svarað sig við. Lestur Silju Aðal­steins­dóttur er hlýr og þægi­legur, hún leyfir sér að lifa sig inn í ó­líkar per­sónur án þess að of­gera nokkru sinni leik­rænum til­burðum sínum. Hljóð­vinnslan er ein­föld en vel heppnuð. Hljóð­bók sem sýnir að oft er ein­fald­leikinn bestur: vel skrifuð og skáld­saga og góður lesari eru töfra­for­múlan,“ segir í um­sögn dóm­nefndar.

Að lokum hlaut svo út­varps­drottningin Vera Illuga­dóttir viður­kenningu fyrir besta hlað­varpið fyrir þætti sína Í ljósi sögunnar og heiðurs­verð­laun hlaut leikarinn Jóhann Sigurðar­son fyrir fram­lag sitt til ís­lenskra hljóð­bóka.

Fréttin var uppfærð 21.4.2022.

Jóhann Sigurðarson hlaut heiðursverðlaun fyrir fram­lag sitt til ís­lenskra hljóð­bóka.
Mynd/Árni Rúnarsson