Til­nefningar til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna 2021 voru kynntar rétt í þessu á Kjarvals­stöðum. Alls fimm­tán verk eru til­nefnd í þremur flokkum; flokki fræði­bóka og rita al­menns efnis, flokki barna- og ung­menna­bóka og flokki skáld­verka.

Í flokki skáld­verka er Arnaldur Indriða­son til­nefndur fyrir skáld­sögu sína Sigur­verkið. Í rök­stuðningi dóm­nefndar er höfundur sagður slá nýjan tón en ó­líkt fyrri verkum Arnaldar er hér um að ræða sögu­lega skáld­sögu. „Harm­ræn ör­laga­saga, skrifuð af við­kvæmni og virðingu fyrir sögu­per­sónunum, í fal­legum og grípandi texta sem vekur sam­kennd og sterkar til­finningar les­enda,“ segir í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Bók­mennta­fræði­prófessorinn Guðni Elís­son er til­nefndur fyrir fyrstu skáld­sögu sína, Ljós­gildruna, sem dóm­nefnd lýsir sem tíma­móta­verki. „Marg­laga og marg­slungið skáld­verk sem er allt í senn, sárs­auka­fullt trega­ljóð, skúrka­saga, sam­tíma­saga, á­deila á verð­mæta­mat sam­fé­lagsins og karni­valísk af­bygging þar sem furðu­verur varpa ljósi á valda­kerfi sam­tímans,“ segir í rök­stuðningi.

Hall­grímur Helga­son er til­nefndur fyrir skáld­söguna Sex­tíu kíló af kjafts­höggum, fram­hald af bókinni Sex­tíu kíló af sól­skini. „Styrk­leikar höfundar mætast í glitrandi og kjarn­yrtri ver­öld síldar­plansins, þar sem fyrstu skref þjóðar úr torf­kofunum speglast í þrá aðal­sögu­hetjunnar eftir betra lífi og sjálf­stæði. Síldar­vals þar sem húmor og harmur koma saman í miskunnar­lausri fram­rás tímans,“ segir í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Kamilla Einars­dóttir er einnig til­nefnd fyrir skáld­söguna sína Til­finningar eru fyrir aumingja. Í rök­stuðning dóm­nefndar segir meðal annars: „Sterk sam­tíma­saga þar sem ís­kaldri kald­hæðni og depurð er fléttað saman í hressi­legum texta, sem er skrifaður af við­kvæmni og væntum­þykju.“

Þá er kollektífið Svika­skáld til­nefnt fyrir fyrstu skáld­sögu sína Olíu sem dóm­nefnd lýsir sem „hressandi frá­sögn af upp­reisn sex kvenna gegn hefð­bundnum kyn­hlut­verkum. Grípandi á­deila á viðjar vanans og til­raunir til að brjótast undan hlekkjum hugar­fars feðra­veldisins.“

Forsetinn veitir verðlaunin

Meðal til­nefninga í flokki barna- og ung­menna­bóka eru Arn­dís Þórarins­dóttir sem er til­nefnd fyrir bók sína Bál tímans sem fjallar um sögu Möðru­valla­bókar síðustu 700 ár og Þórunn Rakel Gylfa­dóttir fyrir bók sína Akam, ég og Annika sem sögð er vera „marg­ræð þroska­saga um marg­breyti­leika mann­lífsins“.

Í flokki fræði­bóka og rita al­menns efnis er Þórunn Jarla Valdimars­dóttir meðal til­nefndra fyrir verk sitt Bærinn brennur: Síðasta af­takan á Ís­landi sem dóm­nefnd lýsir sem „Leiftrandi nær­gætin frá­sögn upp úr bestu heimildum“. Þá er Snorri Baldurs­son til­nefndur fyrir verk sitt Vatna­jökuls­þjóð­garður: Ger­semi á heims­vísu sem sögð er vera „Hrífandi fal­leg bók“ í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Ís­lensku bók­mennta­verð­launin 2021 verða af­hent af for­seta Ís­lands, Guðna Th. Jóhannes­syni, um mánaða­mótin janúar-febrúar 2022. Verð­launa­upp­hæðin er ein milljón króna fyrir hvert verð­launa­verk. Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda kostar verð­launin.

Sjá má heildarlista tilnefndra bóka hér að neðan.

Tilnefndar bækur í flokki fræðibóka og rita almenns efnis.
Mynd/Samsett
Tilnefnd í flokki fræðibóka og rita almenns efnis.
Fréttablaðið/Eyþór

Fræði­bækur og rit al­menns efnis

Guð­rún Ása Gríms­dóttir – Sturlunga saga eða Ís­lendinga sagan mikla I-III. Út­gefandi: Hið ís­lenzka forn­rita­fé­lag.

Kristjana Vig­dís Ingva­dóttir – Þraut­seigja og mikil­vægi ís­lenskrar tungu : Um notkun dönsku og er­lend á­hrif á ís­lensku. Út­gefandi: Sögu­fé­lag.

Sig­rún Helga­dóttir – Sigurður Þórarins­son: Mynd af manni I-II. Út­gefandi: Náttúru­minja­safn Ís­lands.

Snorri Baldurs­son – Vatna­jökuls­þjóð­garður: Ger­semi á heims­vísu. Út­gefandi: JPV út­gáfa.

Þórunn Jarla Valdimars­dóttir – Bærinn brennur : Síðasta af­takan á Ís­landi. Út­gefandi: JPV út­gáfa.

Dóm­nefnd skipuðu: Hanna Steinunn Þor­leifs­dóttir, for­maður dóm­nefndar, Katrín Ólöf Einars­dóttir og Ingi Bogi Boga­son.

Tilnefndar bækur í flokki barna- og ungmennabóka.
Mynd/Samsett
Tilnefnd í flokki barna- og ungmennabóka.
Fréttablaðið/Eyþór

Barna- og ung­menna­bækur

Arn­dís Þórarins­dóttir – Bál tímans: Ör­laga­saga Möðru­valla­bókar í sjö hundruð ár. Út­gefandi: Mál og menning.

Guð­laug Jóns­dóttir og Hlíf Una Báru­dóttir mynd­höfundur – Í huganum heim. Út­gefandi: Guð­laug Jóns­dóttir og Karl K. Ás­geirs­son.

Jakob Ómars­son – Ferða­lagið: styrk­leika­bók. Út­gefandi: Af öllu hjarta.

Margrét Tryggva­dóttir og Linda Ólafs­dóttir mynd­höfundur – Reykja­vík barnanna. Út­gefandi: Iðunn.

Þórunn Rakel Gylfa­dóttir – Akam, ég og Annika. Út­gefandi: Angústúra.

Dóm­nefnd skipuðu: Ragna Gests­dóttir, for­maður dóm­nefndar, Stefán Rafn Stefáns­son og Vignir Árna­son.

Tilnefndar bækur í flokki skáldverka.
Mynd/Samsett
Tilnefnd í flokki skáldverka.
Fréttablaðið/Eyþór

Skáld­verk

Arnaldur Indriða­son – Sigur­verkið. Út­gefandi: Vaka Helga­fell.

Guðni Elís­son – Ljós­gildran. Út­gefandi: Les­stofan.

Hall­grímur Helga­son – Sex­tíu kíló af kjafts­höggum. Út­gefandi: JPV út­gáfa.

Kamilla Einars­dóttir – Til­finningar eru fyrir aumingja. Út­gefandi: Ver­öld.

Svika­skáld (Fríða Ís­berg, Mel­korka Ólafs­dóttir, Ragn­heiður Harpa Leifs­dóttir, Sunna Dís Más­dóttir, Þóra Hjör­leifs­dóttir og Þór­dís Helga­dóttir) – Olía. Út­gefandi: Mál og menning.

Dóm­nefnd skipuðu: Andri Yrkill Vals­son, for­maður dóm­nefndar, Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir og Jón Svanur Jóhanns­son.