Það er ó­hætt að segja að að­dá­endur raun­veru­leika­þáttanna Bachelor hafi farið mikinn á al­netinu að undan­förnu en fjöldinn allur af net­verjum vill sjá Derek Peth sem næsta pipar­svein.

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með kemur fram í frétt á vef E News! að Peth hafi sigrað hjörtu Banda­ríkja­manna í nú­verandi seríu af Bachelor in Para­dise. Þar kemur fram að ein­lægt fas hans og þroskað við­mót hafi verið það sem heillað hafi sjón­varps­áhorf­endur.

„ABC, ég fann næsta pipar­sveininn ykkar! Derek Peth!“ skrifaði einn að­dáandanna. „Hann er myndar­legur, sætur og tryggur og hefur lent virki­lega illa í því í sjónarpinu!“ skrifaði annar. „Ég vill ekki vera dramatísk en ef Derek er ekki næsti pipar­sveinninn að þá mun ég ganga ber­serks­gang út á götu!“