Banda­ríski leikarinn Roger E. Mosl­ey, sem lék eitt af aðal­hlut­verkunum í þáttunum Magnum, P.I. er látinn, 83 ára að aldri. Mosl­ey lenti í um­ferðar­slysi síðast­liðinn fimmtu­dag og lést hann af sárum sínum um helgina.

Mosl­ey fór með hlut­verk þyrlu­flug­mannsins Theodor­e „TC“ Cal­vin í Magnum, P.I. en þættirnir voru með þeim vin­sælustu á níunda ára­tug liðinnar aldar. Lék Mosl­ey við hlið Tom Selleck í öllum 158 þáttunum sem voru sýndir á árunum 1980 til 1988.

Mosl­ey hóf feril sinn í sjón­varpi og á hvíta tjaldinu snemma á áttunda ára­tug 20. aldar og fékk nokkuð veiga­mikil hlut­verk undir lok áttunda ára­tugarins. Lék hann til dæmis í myndunum McQ, The River Niger og Semi-Tough þar sem hann lék til dæmis á móti John Wa­yne, James Earl Jones og Burt Reynolds.

Mosl­ey var ekki bara leikari því hann var einnig frjáls­í­þrótta­þjálfari þar sem hann þjálfaði unga og upp­rennandi í­þrótta­menn í Los Angeles. „Það var eitt­hvað sem hann þurfti ekki að gera. Hann átti peninga og var frægur en þetta var eitt­hvað sem hann vildi,“ segir vinur hans til 30 ára, Mike Know­les, í sam­tali við Los Angeles Times.

Mosl­ey lætur eftir sig eigin­konu til tæp­lega 60 ára, Antoinette, og þrjú upp­komin börn.