Banda­ríski laga­höfundurinn Alan Merrill, sem er lík­lega einna best þekktur fyrir að hafa samið lagið I Love Rock ´n´ Roll, er látinn, 69 ára að aldri. Hann lést í New York í gær og er talið að and­lát hans megi rekja til Co­vid-19, að sögn dóttur hans.

Merrill fæddist í New York árið 1951 en bjó einnig í Sviss, Los Angeles og í Japan áður en flutti aftur til Banda­ríkjanna. Hann samdi lagið I Love Rock ´n´ Roll og varð lagið mjög vin­sælt í flutningi Joan Jett árið 1982. Var lagið í efsta sæti Bill­board-listans í sjö vikur.

Merrill var ekki bara öflugur laga­höfundur því hann var einnig söngvari og gítar­leikari. Hann flutti til Japans árið 1968 þar sem hann spilaði í vin­sælum hljóm­sveitum. Þá lék hann einnig í vin­sælli sápu­óperu í landinu og kom fram í aug­lýsingum, meðal annars fyrir bíla­fram­leiðandann Nissan.

Joan Jett minntist Merrill á Twitter-síðu sinni í gær.