Í dag fór í sölu bolurinn Konum eru konum bestar en hann er seldur ár­lega í fjár­öflunar­skyni. Í ár er hann seldur til styrktar sam­tökunum Ljóns­hjarta þar sem makar og börn sem hafa upp­lifað missi geta sótt þjónustu.

Bolurinn er hugar­fóstur þeirra Al­dísar Páls­dóttur, Nönnu Kristínar Tryggvadóttur, Elísa­betar Gunnars­dóttur og Andreu Magnús­dóttur en prýðir í ár hönnun lista­konunnar Kridola, eða Kristínar Dóru Ólafs­dóttur.

Setning sem hefur prýtt marga verka hanna, Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta, er á bak­hlið bolsins og á vef Trend­net segir Elísa­bet í færslu að setningin eigi svo vel við.

„Setningin á svo vel við í okkar á­gæta á­taki sem snýst ein­mitt um það að við erum öll bara mann­leg og að gera okkar allra besta í mis­jöfnum að­stæðum. Það er enginn með allt uppá 10 og þannig verður það á­fram. Það er alltaf hægt að leggja á­herslu á það já­kvæða, koma fram við náungann að virðingu, velja að sam­gleðjast frekar en að sýna öfund, hrósa og styðja við bakið á næstu konu – sem veit ekki neitt en er að gera sitt besta.“

Á myndinni eru þær Aldís Pálsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Andrea Magnúsdóttir og Kristín Dóra Ólafsdóttir.
Mynd/Aldís Pálsdóttir

Mikilvægt að sýna sjálfum og öðrum mildi

Kristín Dóra segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þær Al­dís, Elísa­bet, Nanna og Andrea hafi haft sam­band og spurt hana hvort hún vildi taka þátt.

„Þeim fannst verkið mitt passa vel við þeirra hugsun.“

Fannst þér þetta skipta máli, boð­skapurinn?

„Ég er mjög mikil tals­kona þess að fólk sýni sér og öðrum sjálfs­mildi og að koma vel fram við náungann. Við þurfum ekki að rífa hvort annað niður, sama hvort það eru konur eða önnur kyn. Þetta á við alla og það þurfa allir að vanda sig við það að standa saman,“ segir Kristín Dóra.

Setningin á bolnum hefur verið við­loðandi hennar mynd­list í sex ár.

„Ég var eigin­lega búin að leggja hana á hilluna en það geta allir tekið eitt­hvað til sín úr henni,“ segir Kristín og að í henni felist á­gætis á­minning um sjálfs­mildi.

Bolurinn fór í sölu klukkan 11 í dag og er hægt að versla hann hér.