Suður-afríska leik­konan og fyrir­sætan Charlbi Dean er látin, 32 ára að aldri. Dean lést á sjúkra­húsi í New York á mánu­dag eftir skyndi­leg veikindi, en dánar­or­sök liggur ekki fyrir.

Dean, sem fæddist í Höfða­borg í Suður-Afríku árið 1990, fór með veiga­mikið hlut­verk í myndinni Triang­le of Sadness í leik­stjórn Svíans Ru­ben Östlund. Myndin hlaut Gull­pálmann á kvik­mynda­há­tíðinni í Cannes fyrr á þessu ári en Woo­dy Harrel­son leikur aðal­hlut­verkið í myndinni.

Dean lék einnig í fleiri þáttum og kvik­myndum, til dæmis DC-þáttunum Black Lightning sem voru sýndir á árunum 2018 til 2021.

Í um­fjöllun AP kemur fram að Dean hafi byrjað feril sinn sem fyrir­sæta barn­ung að árum. Hennar fyrsta hlut­verk á hvíta tjaldinu kom árið 2010 í gaman­myndinni Spud með John C­leese og Troye Sivan.

Hennar síðasta mynd, Triang­le of Sadness, er væntan­leg í kvik­mynda­hús í Banda­ríkjunum og Evrópu í októ­ber­mánuði.