Andrés Breta­prins var eitt sinn að deita deita leik­konunna Koo Stark sem lét meðal annars til sín taka í ljós­bláum myndum og Star Wars í senum sem að vísu rötuðu ekki í endan­lega út­gáfu myndarinnar.

Þetta var rifjað upp í öðrum þætti af Crown­varpinu, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um fimmtu seríu af The Crown.

„Hann var play­boy og svo­lítið glamor­ous á þessum tíma og líka upp­á­halds­sonur drottningarinnar. Svo kemur í ljós að þetta er bara ein­hver ó­týndur pervert, kóf­sveittur en svitnar samt ekki,“ segir Þórarinn Þórarins­son annar um­sjónar­manna þáttarins.

„En þarna var hann svo­lítil stjarna í slúðrinu og var alltaf að deita. Deitaði meðal annars unga leik­konu sem heitir Koo Stark. Hún lék í fyrstu Star Wars myndinni og er í senu sem var klippt út þar sem hún var vin­kona Biggs Darklighter sem var besti vinur Luke Skywal­ker,“ segir Þórarinn.

„Nema Koo þessi fór að leika í klám­myndum. Andrés byrjaði að deita hana eftir það og ég man eftir tveimur fyrir­sögnum. Það var annars vegar „Koo í höllinni“ og svo birti DV brjósta­myndir af henni og skrifaði „Það sem Andrés sá.“ Þetta var stemningin.“

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins.