Banda­ríski leikarinn Dwa­yne John­son, einnig þekktur sem The Rock, er sam­mála net­verjum um að um­tals­verð líkindi séu milli hans og lög­reglu­mannsins Eric Fields frá Ala­bama. Þeir eru báðir í fanta­formi, sköll­óttir og bros sem bræðir.

Fógeta­em­bættið í Morgan Coun­ty, þar sem Fields starfar, birti mynd af honum með manni sem hafði orð á því að Fields líktist The Rock. Þessi mynd varð vin­sæl og náði alla leið til leikarans.

Fields segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann er sagður líkjast leikaranum og hafi auk þess oft fengið að heyra að hann liti út eins og af­kvæmi The Rock og Vin Diesel. „Ég spila með. Þetta er fyndið. Þetta er hrós. Þetta gætu verið verri menn,“ segir hann.

Það er ó­hætt að segja að svipur sé með þeim.
Mynd/Twitter

The Rock tísti um líkindin og skrifaði: Hvur þremillinn! Vá. Gaurinn til vinstri er miklu svalari. Vertu öruggur og takk fyrir þjónustu þína. Einn daginn skálum við í Teremana og ég fæ að heyra allar „The Rock“ sögurnar þínar því ég veit að þú átt þær nokkrar.

Teremana er tekíla sem leikarinn fram­leiðir.