Lífið

The Favou­ri­te sópaði til sín BAFTA-verð­launum

The Favou­ri­te var sigur­sæl á bresku BAFTA-verð­launa­há­tíðinni í gær­kvöld og hlaut verð­laun í sjö flokkum en ein þau eftir­sóttustu, fyrir bestu kvik­myndina, féllu þó Roma í skaut.

Olivia Colman heldur áfram að sanka að sér verðlaunum fyrir The Favourite og hefur nú bætt BAFTA í safnið. Alfonso Cuarón má einnig vel við una og hirti tvær eftirsóttustu stytturnar fyrir Roma. Nordicphotos/Getty

The Favourite var sigursæl á bresku BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöld og hlaut verðlaun í sjö flokkum en ein þau eftirsóttustu, fyrir bestu kvikmyndina, féllu þó Roma í skaut.

Olivia Colman hampaði verðlaununum sem besta leikkonan fyrir túlkun sína á Önnu drottningu í The Favourite. Hún hefur þegar fengið Golden Globe og Critics Choice-verðlaunin fyrir hlutverkið og hlýtur þannig að mæta býsna sigurviss á Óskarsverðlaunahátíðina í lok mánaðarins.

Rachel Weisz var verðlaunuð sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í The Favourite en myndin fékk einnig verðlaun sem besta breska myndin, fyrir besta frumsamda handritið og bestu búningana.

Mexíkanski leikstjórinn Alfonso Cuarón hafði aftur á móti betur Yorgos Lanthimos, leikstjóri The Favourite, og hlaut verðlaunin sem besti leikstjórinn fyrir Roma, sem einnig var valin besta myndin. Þá fékk hann einnig verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna en hann tók Roma upp sjálfur.

Bohemian Rhapsody hlaut tvenn verðlaun, fyrir besta hljóðið og Rami Malek þótti besti leikarinn fyrir frábæra túlkun sína á Freddie Mercury, söngvara Queen.

Þrátt fyrir velgengni The Favourite á BAFTA stendur met vestrans sígilda Butch Cassidy and the Sundance Kid enn óhaggað en myndin hlaut níu verðlaun 1971.

BAFTA-verðlaunin í helstu flokkum:

Besta myndin: Roma
Besti leikstjórinn: Alfonso Cuarón - Roma 
Framúrskarandi bresk mynd: The Favourite
Besti leikarinn: Rami Malek - Bohemian Rhapsody
Besta leikkonan: Olivia Colman - The Favourite
Besti leikarinn í aukahlutverki: Mahershala Ali - Green Book
Besta leikkonan  í aukahlutverki: Rachel Weisz - The Favourite
Besta kvikmyndatakan: Roma
Besta frumsamda handritið: The Favourite 
Besta handrit byggt á áður útgefnu efni: BlacKkKlansman 
Besta hljóðið: Bohemian Rhapsody
Besta tónlistin: A Star Is Born
Bestu tæknibrellurnar: Black Panther
Bestu búningarnir: The Favourite
Besta klippingin: Vice
Besta heimildarmyndin: Free Solo
Besta myndin á öðru tungumáli en ensku: Roma

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

The Favou­ri­te með flestar BAFTA-til­nefningar

Menning

Bíó­dómur: Ís­köld eru kvenna­ráð

Lífið

Sýningum á The Favou­ri­te fjölgað vegna Óskarsins

Auglýsing

Nýjast

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Auglýsing