The Favourite, BlacKkKlansman, Green Book, Roma og A Star is Born voru í dag tilnefndar til BAFTA, bresku kvikmyndaverðlaunanna verðlaunanna, sem besta myndin en verðlaunin verða afhent 10. febrúar. 

The Favourite, búningadrama sem fjallar um ástir og náin tilfinningatengsl kvenna við hirð Önnu drottningar snemma á 18. öld, fékk langflestar tilnefningar og skyggir nokkuð á hinar sem etja kappi um verðlaunin.

The Favourite hlaut tólf tilnefningar. Yorgos Lanthimos er tilnefndur sem besti leikstjórinn, Rachel Weisz, sem besta leikkonan í aukahlutverki, og síðast en ekki síst er Olivia Colman, í hlutverki Önnu drottningar, tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hún hlaut á sunnudaginn Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni og á sjálfsagt einnig óskarstilnefningu vísa.

Bohemian Rhapsody, Roma og A Star is Born sem allar hafa verið áberandi á árinu og þykja líklegar til stórræða í þeim verðlaunaveislum sem framundan eru fengu hvor um sig sjö tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna sem skiptast svona í helstu flokkum:

Besta myndin:

BlacKkKlansman
The Favourite
Green Book
Roma
A Star is Born

Besti leikstjórinn:
Spike Lee fyrir BlacKkKlansman 
Pawel Pawlikowski  fyrir Cold War 
Yorgos Lanthimos fyrir The Favourite 
Alfonso Cuaron fyrir Roma 
Bradley Cooper A Star is Born

Besti leikarinn:
Bradley Cooper fyrir A Star is Born
Christian Bale fyrir Vice
Rami Malek Bohemian Rhapsody
Steve Coogan fyrir Stan & Ollie
Viggo Mortensen fyrir Green Book

Besta leikkonan:
Glenn Close fyrir The Wife
Lady Gaga fyrir A Star is Born
Melissa McCarthy fyrir Can You Ever Forgive Me?
Olivia Colman fyrir The Favourite
Viola Davis fyrir Widows

Besti leikari í aukahlutverki:
Adam Driver fyrir BlacKkKlansman
Mahershala Ali fyrir Green Book
Richard E. Grant fyrir Can You Ever Forgive Me?
Sam Rockwell fyrir Vice
Timothee Chalamet fyrir Beautiful Boy

Besta leikkona í aukahlutverki:
Amy Adams fyrir Vice
Claire Foy fyrir First Man
Emma Stone fyrir The Favourite
Margot Robbie fyrir Mary Queen of Scots
Rachel Weisz fyrir The Favourite

Besta frumsamda handritið:
Janusz Glowacki og Pawel Pawlikowski fyrir Cold War
Deborah Davis og Tony Mcnamara fyrir The Favourite
Brian Currie, Peter Farrelly og Nick Vallelonga fyrir Green Book
Alfonso Cuaron fyrir Roma
Adam McKay fyrir Vice

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni:
Spike Lee, David Rabinowitz, Charlie Wachtel og Kevin Wilmott fyrir BlacKkKlansman
Nicole Holofcener og Jeff Whitty fyrir Can You Ever Forgive Me?
Josh Singer fyrir First Man
Barry Jenkins fyrir If Beale Street Could Talk
Bradley Cooper, Will Fetters og Eric Roth fyrir A Star is Born