Kvik­myndin Nomadland var valin besta kvik­myndin í flokki drama­mynda á Golden Globe-verð­launa­há­tíðinni í nótt. Leik­stjóri myndarinnar, Chloé Zaho, var jafn­framt valinn besti leik­stjórinn.

Hinir geysi­vin­sælu þættir The Crown fengu fern verð­laun á há­tíðinni í nótt. Þeir voru valdir bestu þættirnir í flokki drama­þátta og Emma Corrin og Josh O‘Connor fengu verð­laun fyrir besta leik í aðal­hlut­verki. Gilli­an Ander­son fékk svo verð­laun fyrir leik í auka­hlut­verki.

Gaman­myndin Borat Sub­sequent Mo­viefilm var valin besta myndin í flokki söngva- og gaman­mynda og Sascha Baron Cohen fékk verð­laun sem besti leikari í aðal­hlut­verki fyrir túlkun sína á Borat í myndinni.

Besta leik­konan í flokki drama­mynda var Andra Day fyrir myndina The United Sta­tes Vs. Billi­e Holi­day. Chadwick Boseman, sem lést í ágúst á síðasta ári eftir bar­áttu við krabba­mein, var valinn besti karl­leikarinn í aðahlut­verki í sama flokki fyrir myndina Ma Rain­ey‘s Black Bott­on.

Þættirnir The Qu­een‘s Gambit, sem notið hafa vin­sælda að undan­förnu, voru valdir bestu sjón­varps­þættirnir í flokki stakra þátta­raða eða sjón­varps­mynda. Í sama flokki fékk aðal­leik­kona þáttanna, Anya Taylor-Joy, verð­laun fyrir túlkun sína á skák­snillingnum Beth Harmon.

Schitt‘s Cre­ek voru svo valdir bestu þættirnir í flokki söngva- og gaman­þátta.

Hér má sjá alla sigur­vegarana á há­tíðinni.