Breska tvíeykið The Chemical Brothers hefur boðað komu sín til Íslands í október. Hljómsveitina skipa þeir Tom Rowlands og Ed Simons.

The Chemical Brothers hefur verið starfandi frá því árið 1989 og varð upprunalega til í Manchester á Englandi. Segir í tilkynningu frá Hr. Örlygi sem sér um innflutning á hljómsveitinni að þeir séu miklir brautryðjendur á sviði raftónlistar. Þeir njóta einnig þeirrar sérstöðu að eiga stóra aðdáendahópa innan rokktónlistar og danstónlistar.  

Hljómsveitin hefur gefið út sex breiðskífur sem allar hafa ratað á topp breska vinsældarlistans.

Þeir munu koma fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 20. október. Sala miða hefst þann 19. Júní á tix.is klukkan 10.00.

Tónleikar hljómsveitarinnar eru mikið sjónarspil. Hljómsveitin mun koma með öll sín tæki og tól til að byggja upp sem magnaðasta upplifun fyrir tónleikagestina á Íslandi. Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að finna hér á Facebook.

Hér að neðan er hægt að hlusta á tvö lög með The Chemical Brothers. 

Fyrst er það Block Rockin' Beats sem kom út árið 1997 og er að finna á plötu þeirra Dig Your Own Hole.

Hér að neðan er síðan hægt að hlusta á lagið Hey Boy, Hey Girl sem er að finna á plötunni Surrender sem kom út árið 1999.