Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í Kiljunni á RÚV í gærkvöldi. Fyrirkomulagi nefndarstarfa var bylt á þessu ári og auglýsti félag íslenskra bókaútgefenda eftir nefndarfólki í ár. Áður sátu nefndarmenn eigi lengur en í þrjú ár og urðu formenn síðasta ár sitt í nefndinni. Stjórn félagsins tilnefndi fólk og svo valdi skrifstofa félagsins úr þeim hópi.
Verðlaun eru veitt í flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og flokki barna- og unglingabóka. Þrjár þriggja manna tilnefningarnefndir eru skipaðar af Félagi íslenskra bókaútgefenda, þær velja fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr.
Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Þetta því í 32. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitir verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í byrjun næsta árs.

Tilnefningar eru eftirfarandi:
SKÁLDVERK
Arndís Þórarinsdóttir: Innræti (Mál og menning)
Auður Ava Ólafsdóttir: Dýralíf (Benedikt bókaútgáfa)
Elísabet Jökulsdóttir: Aprílsólarkuldi (JPV útgáfa)
Jónas Reynir Gunnarsson: Dauði skógar (JPV útgáfa)
Ólafur Jóhann Ólafsson: Snerting (Veröld)

BARNA- OG UNGMENNABÆKUR
Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda (Mál og menning)
Hildur Knútsdóttir: Skógurinn (JPV útgáfa)
Kristín Björg Sigurvinsdóttir: Dulstafir - Dóttir hafsins (Björt – Bókabeitan)
Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Grísafjörður (Salka)
Yrsa Sigurðardóttir: Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin (Veröld)

FRÆÐIBÆKUR OG RIT ALMENNS EFNIS
Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: Konur sem kjósa - aldarsaga (Sögufélag)
Gísli Pálsson: Fuglinn sem gat ekki flogið (Mál og menning)
Kjartan Ólafsson: Draumar og veruleiki – Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn (Mál og menning)
Pétur H. Ármannson: Guðjón Samúelsson húsameistari (Hið íslenska bókmenntafélag)
Sumarliði R. Ísleifsson: Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár (Sögufélag)