Til­nefningar til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna voru kynntar í Kiljunni á RÚV í gær­kvöldi. Fyrir­komu­lagi nefndar­starfa var bylt á þessu ári og aug­lýsti fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda eftir nefndar­fólki í ár. Áður sátu nefndar­menn eigi lengur en í þrjú ár og urðu for­menn síðasta ár sitt í nefndinni. Stjórn fé­lagsins til­nefndi fólk og svo valdi skrif­stofa fé­lagsins úr þeim hópi.

Verð­laun eru veitt í flokki fagur­bók­mennta, flokki fræði­bóka og flokki barna- og ung­linga­bóka. Þrjár þriggja manna til­nefningar­nefndir eru skipaðar af Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­enda, þær velja fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr.

Verð­launa­upp­hæðin er ein milljón króna fyrir hvert verð­launa­verk. Þetta því í 32. sinn sem til­nefnt er til verð­launanna. For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son, veitir verð­launin við há­tíð­lega at­höfn á Bessa­stöðum í byrjun næsta árs.

Mynd/Kiljan - RÚV

Til­nefningar eru eftir­farandi:

SKÁLD­VERK

Arn­dís Þórarins­dóttir: Inn­ræti (Mál og menning)
Auður Ava Ólafs­dóttir: Dýra­líf (Bene­dikt bóka­út­gáfa)
Elísa­bet Jökuls­dóttir: Apríl­sólar­kuldi (JPV út­gáfa)
Jónas Reynir Gunnars­son: Dauði skógar (JPV út­gáfa)
Ólafur Jóhann Ólafs­son: Snerting (Ver­öld)

BARNA- OG UNG­MENNA­BÆKUR

Arn­dís Þórarins­dóttir og Hulda Sig­rún Bjarna­dóttir: Blokkin á heims­enda (Mál og menning)
Hildur Knúts­dóttir: Skógurinn (JPV út­gáfa)
Kristín Björg Sigur­vins­dóttir: Dul­stafir - Dóttir hafsins (Björt – Bóka­beitan)
Lóa H. Hjálm­týs­dóttir: Grísa­fjörður (Salka)
Yrsa Sigurðar­dóttir: Herra Bóbó, Amelía og ætt­brókin (Ver­öld)

Mynd/Kiljan - RÚV

FRÆÐI­BÆKUR OG RIT AL­MENNS EFNIS

Erla Hulda Hall­dórs­dóttir, Kristín Svava Tómas­dóttir, Ragn­heiður Kristjáns­dóttir og Þor­gerður H. Þor­valds­dóttir: Konur sem kjósa - aldar­saga (Sögu­fé­lag)
Gísli Páls­son: Fuglinn sem gat ekki flogið (Mál og menning)
Kjartan Ólafs­son: Draumar og veru­leiki – Um Kommún­ista­flokkinn og Sósíal­ista­flokkinn (Mál og menning)
Pétur H. Ár­mann­son: Guð­jón Samúels­son húsa­meistari (Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag)
Sumar­liði R. Ís­leifs­son: Í fjarska norðursins : Ís­land og Græn­land – við­horfa­saga í þúsund ár (Sögu­fé­lag)