Laura Whit­mor­e er hætt sem þátta­stjórnandi í hinum geysi­vin­sælu stefnu­móta­þáttum Love Is­land.

Whit­mor­e hefur stýrt þáttunum undan­farin þrjú ár, en hún til­kynnti þessa á­kvörðun í gegnum Insta­gram.

„Fréttir! Ég mun ekki stýra næstu þátta­röð af Love Is­land,“ skrifaði Whit­mor­e á Insta­gram. Á­stæðan er meðal annars ferða­lög til og frá Suður-Afríku þar sem næsta þátta­röð fer fram, en Whitmore er að vinna í öðrum verkefnum og hefur einfaldlega ekki tíma fyrir þessi óþreytandi ferðalög.

Whitmore greindi einnig frá því á Instagram að hún hafði aðeins ætlað sér að vera þátta­stjórnandi í eina þátta­röð til þess að leysa af vin­konu sína Caroline Fleck, sem stýrði þáttunum áður en hún lést árið 2020.

„Vonandi ertu stolt af mér Caroline,“ skrifaði Whit­mor­e.