Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Frú Vigdísar Finnbogadóttur í samnefndri þáttaröð um forsetann fyrrverandi.

Þættirnir verða sýndir á RÚV en tökur eiga að hefjast síðar á þessu ári og standa fram á næsta ár. Variety greinir frá þessu.

Baldvin Z, leikstýrir þáttunum en Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, sem átti jafnframt hugmyndina að þáttunum og Ágústa M. Ólafsdóttir eru framleiðendur. Meðframleiðendur eru framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Glassriver, Hörður Rúnarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir. Ágústa er einnig handritshöfundur ásamt Björgu Magnúsdóttur og Jönu Maríu Guðmundsdóttur.

Þættirnir segja frá lífi Vigdísar Finnbogadóttir, sem var fyrst kvenna í heiminum til að vera kjörinn forseti.
Ljósmynd/Glassriver

Þáttaröðin samanstendur af fjórum þáttum og segir frá lífi Frú Vigdísar Finnbogadóttir sem var kjörin forseti fyrst kvenna árið 1980.

Baldvin segir í samtali við Variety að það væri heiður að fá að segja sögu Vigdísar enda væri saga hennar mögnuð.

Nína Dögg segir frá því að hún hafi verið svo lánsöm að njóta leiðsagnar Vigdísar í ferlinu. Hún hjálpaði mér að skilja hvaðan hún kemur, hvað hún stendur fyrir og hver hún er," segir Nína um fyrirmynd sína.

Lengi hefur staðið til að gera kvikmynd/þáttaröð um ævi Frú Vigdísar. Rakel Garðarsdóttir var með stórmynd um forsetann í bígerð árið 2015 en þá stóð til að hefja tökur árið 2017 og átti Ísold Uggadóttir að leikstýra myndinni.