Banda­ríski skemmti­krafturinn og leikarinn Nick Cann­on þakkar öllum sem hafa sýnt honum stuðning og hlý­hug eftir að hann til­kynnti um and­lát yngsta sonar síns í gær. Hann segist hafa fengið send fögur orð og hlýjar kveðjur hvaðanæva úr heiminum.

„Auð­vitað vita allir að ég er ekki í lagi en þið látið mér betur,“ sagði Cann­on í „The Nick Cann­on Show“ í dag en hann til­kynnti um and­látið í sama þætti í gær. Hinn fimm mánaða gamli Zen greindist með heila­­æxli skömmu eftir að hann varð tveggja mánaða. Soninn átti Cann­on með fyrir­sætunni Alyssa Scott.

For­eldrar Zen komu auga á að ekki væri allt með felldu hjá honum. Höfuð hans var orðið stórt og töldu þau fyrst að eitt­hvað væri að ennis­holum hans. Er þau fóru með hann til læknis kom fljót­­lega í ljós að hann væri með æxli í heila og þyrfti að fara í skurð­að­­gerð hið snarasta.

Á þakkar­gjörðar­daginn 25. nóvember tók á­­stand Zen að versna. Cann­on og Scott fóru með drenginn að sjávar­­­síðunni skammt frá heimili þeirra í Kali­­forníu á sunnu­­daginn og eyddu þar síðustu stundum sínum saman. Zen lést skömmu síðar.

Cann­on hélt sjúk­dómnum leyndum mánuðum saman við virðingu af mömmu Zen. Zen var sjöunda barn Cann­on sem eignaðist fjögur börn á síðasta einu og hálfa ári.