Hall­dóra Geir­harðs­dóttir leik­kona þaggaði niður í há­værum leik­hús­gesti á sýningunni Níu líf Bubba í Borgar­leik­húsinu um helgina. Ó­lína Kjer­úlf Þor­varðar­dóttir lýsir at­vikinu í færslu á Face­book síðu sinni.

„Það var svona af og til ein­hver alltaf að kalla aftast í salnum,“ útskýrir Ólína í samtali við Fréttablaðið. Viðkomandi hafi reglulega kallað í miðju atriði. „Í einu leik­at­riðinu þar sem leikarar voru í ein­tali kallaði hann snöggt, næsta lag“ eða eitt­hvað þess háttar,“ segir Ólína. Hún segir Halldóru hafa leyst málið gríðarlega vel, þannig að sýningin leið ekki fyrir.

„Þá bara þrammaði mín kona fram á sviðið og sagði bara: „Ef þú getur ekki verið til friðs þarna þá ferðu bara út úr salnum,“ og þegar hún mælti þau orð þá klappaði salurinn allur og sam­þykkti það sem hún var að segja og þar með þagnaði kauði.“

Litli frændi Ólínu, hinn tíu ára gamli Óttar Kjerúlf Þorvarðarson leikur ungan Bubba og henni því eðlilega mikið í mun um að sýningin gengi vel.

„Ég tók náttúru­lega sér­stak­lega eftir þessu vegna þess að lítill frændi minn er að leika Bubba lítinn og ég var að fara sér­stak­lega til að horfa á hann. Þetta var hans fyrsta laugar­dags­sýning og ég kannski við­kvæmari en ella,“ út­skýrir Ó­lína. „Þetta er frá­bær sýning og stóðu allir sig með því­líkum sóma. Ekki síst sá yngsti. Þannig það urðu engin spjöll á sýningunni, sem betur fer.“