Óhætt er að segja að ný heimildaþáttaröð um Harry Bretaprins og eiginkonu hans, hertogaynjuna Meghan, sé á allra vörum í Bretlandi en fyrri hluti þáttaraðarinnar kom út í dag.
Þáttaröðin er á Netflix og komu fyrstu þrír þættirnir í dag. Þáttaröðinni lýkur með þremur þáttum til viðbótar í næstu viku.
Síðastliðna þrjá tíma hefur myllumerkið #HarryandMeghanNetflix verið vinsælasta umræðuefni Englendinga á Twitter og fer fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan mikinn á Twitter-reikningi sínum og segir þetta vera verra en þáttaraðirnar um Kardashian-fjölskylduna.
Þá eru fjölmiðlar eins og Guardian og Daily Mail með beina lýsingu til að fylgjast með viðbrögðum Englendinga og að greina fyrstu þættina.
This is worse than Keeping Up With The Kardashians. Something I didn’t think was humanly possible. #HarryandMeghanonNetflix
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 8, 2022
The highly anticipated Harry & Meghan docuseries has been released on Netflix. https://t.co/zJ9k0pjOZO pic.twitter.com/8eGftzGHgZ
— CNN (@CNN) December 8, 2022
Í fyrstu þáttunum fá áhorfendur að heyra söguna af því hvernig þau Harry og Meghan kynntust í gegnum samskiptamiðilinn Instagram og hvernig Meghan var tekið innan konungsfjölskyldunnar.
Þá talar Harry um móðurmissinn en eins og frægt er lést Díana prinsessa í bílslysi þegar hann var á þrettánda aldursári.
Samkvæmt heimildum Daily Mail er von á yfirlýsingu frá Buckingham Palace um innihald þáttaraðarinnar en enginn úr röðum konungsfjölskyldunnar var tilbúinn að koma í þáttaröðina.