Rapparinn Ice Cube tapaði níu milljónum banda­ríkja­dölum eftir að hann neitaði að bólu­setja sig fyrir Co­vid-19.

Hann greindi sjálfur frá þessu í hlað­varpinu „Milli­on Dollaz Worth of Game“, en þar greindi hann fá því að honum hafi verið hafnað hlut­verki í kvik­myndinni „Oh Hell No“ vegna af­stöðu hans á bólu­efni gegn Co­vid.

„Ég neitaði níu milljörðum. Ég vildi ekki láta sprauta mig. Til fjandans með sprautuna. Til fjandans með alla sem reyndu að fá mig til að sprauta mig. Ég veit ekki hvað Hollywood finnst um mig núna,“ sagði Ice Cube.

Ice Cube átti að leika í myndinni á­samt Jack Black. Þá dró hann sig einnig úr annarri kvik­mynd, „Flint Strong“ en á­stæðan fyrir því er enn ó­ljós.