„Það var eins og ein­hver hefði kippt mér niður,“ segir María Björns­dóttir sjúkra­þjálfari í þættinum Undir yfir­borðinu en daginn áður en hún ætlaði sér að snúa aftur til vinnu og á körfu­bolta­völlinn eftir al­var­legt höfuð­högg og heila­hristing datt hún og fékk annan heila­hristing.

María er 75 prósent ör­yrki í dag og ræðir at­vikin og það sem hefur fylgt henni síðan en hún hefur farið í mikla sjálfs­vinnu.

Maríu segir ýmis­legt nýtt hafa komið fram varðandi fyrstu við­brögð við heila­hristing og hver al­var­legar af­leiðingarnar geta orðið. Það sé t.d. al­rangt að halda fólki vakandi og það sé ekki gott að fólk loki sig af í myrku her­bergi. María gefur einnig ýmis góð ráð varðandi leiðir til bata og segist hafa öðlast dýr­mætan þroska sem hún hefði ekki viljað vera án.

Hér að neðan er hægt að horfa á við­talið en Undir yfir­borðinu er á dag­skrá Hring­brautar alla þriðju­daga klukkan 19.30.

dfgdgfd