„Það var eins og einhver hefði kippt mér niður,“ segir María Björnsdóttir sjúkraþjálfari í þættinum Undir yfirborðinu en daginn áður en hún ætlaði sér að snúa aftur til vinnu og á körfuboltavöllinn eftir alvarlegt höfuðhögg og heilahristing datt hún og fékk annan heilahristing.
María er 75 prósent öryrki í dag og ræðir atvikin og það sem hefur fylgt henni síðan en hún hefur farið í mikla sjálfsvinnu.
Maríu segir ýmislegt nýtt hafa komið fram varðandi fyrstu viðbrögð við heilahristing og hver alvarlegar afleiðingarnar geta orðið. Það sé t.d. alrangt að halda fólki vakandi og það sé ekki gott að fólk loki sig af í myrku herbergi. María gefur einnig ýmis góð ráð varðandi leiðir til bata og segist hafa öðlast dýrmætan þroska sem hún hefði ekki viljað vera án.
Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið en Undir yfirborðinu er á dagskrá Hringbrautar alla þriðjudaga klukkan 19.30.
dfgdgfd