Hann­a Þóra Helg­a­dótt­ir hef­ur und­an­farn­a mán­uð­i gert gott mót í Ketó-sam­fé­lag­in­u hér­lend­is en hún opn­að­i sig í við­tal­i við Frétt­a­blað­ið um reynsl­u sína af mat­ar­æð­in­u.

Hann­a við­ur­kenn­ir að heils­a henn­ar hafi aldr­ei ver­ið betr­i síð­an hún breytt­i mat­ar­æð­in­u og hef­ur hún lagt mik­inn metn­að í að þróa hvers­kyns upp­skrift­ir fyr­ir fjöl­skyld­un­a sína og einn­ig fylgj­end­ur henn­ar á Insta­gram.

Þar fjall­ar Hann­a regl­u­leg­a um mat­ar­æð­ið og gef­ur ráð sem hent­að hafa henn­i vel.

Þarf ekki að vera tabú að taka skref aftur á bak

Ný­leg­a gaf Hann­a út nýja upp­skrift sem hún hafð­i unn­ið leng­i í og skrif­að­i hún ein­læg­a færsl­u við sem hún gaf Frétt­a­blað­in­u góð­fús­legt leyf­i til þess að birt­a á­samt því að deil­a upp­skrift­inn­i.

„Mér finnst þett­a svo nauð­syn­leg um­ræð­a. Það æða all­ir á­fram og það þarf ekki að vera tabú að taka skref aft­ur á bak og ná átt­um. Við kom­um mun sterk­ar­i til baka,“ seg­ir Hann­a í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Færsl­u Hönn­u má lesa hér fyr­ir neð­an og fylg­ir upp­skrift­in af kan­il vöffl­un­um í kjöl­far­ið:

„If at first you don't succ­e­ed, try try ag­a­in.“

„Þess­i orð eru búin að vera á rep­e­at í hausn­um á mér í heil­a viku. Ég er búin að reyn­a að búa til cinn­ab­on ketó vöffl­ur í 10 daga og mér tókst að klúðr­a al­gjör­leg­a 13 mis­mun­and­i deig til­raun­um,“ seg­ir Hann­a.

„Hér sjá­ið þið hvern­ig meir­i­hlut­inn af þeim til­raun­um tókst með nán­ast brennd­um fingr­um eft­ir að allt sat fast í belg­ísk­a vöffl­u­járn­in­u.“
Mynd/Instagram:hannathora88

Hætti í skóla eftir að hafa fallið átta sinnum í stærðfræði

„Ég hef ekki allt­af far­ið hefð­bundn­ar leið­ir í líf­in­u en get svo sann­ar­leg­a sagt ykk­ur að æf­ing­in skap­ar meist­ar­ann og það þarf stund­um að taka stórt skref aft­ur á bak til að geta kom­ist á þann stað sem mann lang­ar til að kom­ast á til fram­búð­ar.

Þeg­ar ég var í mennt­a­skól­a féll ég 8 sinn­um í stærð­fræð­i. Ég var allt­af mjög klár í öllu hinu og gekk ljóm­and­i vel en ég bara skild­i ekk­ert í þess­um jöfn­um og dæm­um sem trufl­uð­u mig ó­end­an­leg­a mik­ið. Þau trufl­uð­u mig það mik­ið að ég hætt­i hrein­leg­a í skól­an­um og á­kvað að gera eitt­hvað al­gjör­leg­a nýtt.

Ég skráð­i mig í Snyrt­i­fræð­i og átti skemmt­i­leg­ast­a skól­a­ár lífs míns. Þarn­a fann ég að skól­i get­ur ver­ið skemmt­i­leg­ur hafi mað­ur á­hug­a á því sem mað­ur er að gera. Ég þurft­i að taka kvöld­skól­a með og fann þá nám­skeið sem kall­að­ist 0 á­fang­i fyr­ir stærð­fræð­i. Þar fór mað­ur al­gjör­leg­a „back to bas­ic“ og æfði sig að leggj­a sam­an 1 + 1 bara eins og krakk­ar í fyrst­a bekk í grunn­skól­um lands­ins.

Skrefið aftur á bak reyndist vera það stærsta

Þett­a er stærst­a skref sem ég hef í raun tek­ið eft­ir á að hyggj­a.... Skref aft­ur á bak!

Þarn­a fann ég í fyrst­a skipt­i hvað stærð­fræð­i gat bara ver­ið nokk­uð skemmt­i­leg þeg­ar mað­ur act­u­all­y skild­i hvað mál­ið sner­ist um. Árin liðu og ég fór í fjar­nám í stærð­fræð­i og klár­að­i alla á­fang­an­a með 9 og 10 í lok­a­ein­kunn.

Í dag er ég við­skipt­a- og mark­aðs­fræð­ing­ur en það var draum­ur sem ég hélt fyr­ir nokkr­um árum að mynd­i aldr­ei ná að verð­a að ver­u­leik­a - allt þess­u skref­i aft­ur á bak að þakk­a.

Í dag er ég að gera það allr­a skemmt­i­leg­ast­a sem ég veit - búa til upp­skrift­ir - miðl­a á­fram því sem mér finnst skemmt­i­leg­ast og njót­a alla leið.

Long stor­y short - ég er loks­ins út­skrif­uð úr „ketó cinn­ab­on“ Vöffl­u skól­an­um. Æfing­in skap­ar meist­ar­ann.“

Það getur enginn staðist þessar vöfflur.
Mynd/Hanna Þóra

Upp­skrift Hönn­u Þóru að Ketó cinn­ab­on vöffl­um með rjóm­a­ost­a­krem­i:

Upp­skrift fyr­ir eina Vöffl­u :

1 egg
Nokkr­ir Stev­í­u drop­ar eft­ir smekk
1/2 tsk kan­ill
1/2 tsk kard­i­momm­u­duft ( má slepp­a)
1 tsk lyft­i­duft
Ör­lít­ið Him­a­ly­a salt (hrær­a þess­u vel sam­an)
1/2 dl möndl­u­mjöl bætt út í og hrært vel
Haf­ið vöffl­u­járn­ið vel heitt
Bak­ið þar til vaffl­an er til­bú­in

Rjóm­a­ost­a­krem:

Rjóm­a­ost­ur og fib­er sír­óp­i bland­að sam­an.
Gott að hita rjóm­a­ost­inn ör­lít­ið í ör­bylgj­u­ofn­i eða leyf­a hon­um að stand­a við stof­u­hit­a í smá tíma áður en þið bland­ið krem­ið.

View this post on Instagram

✨"If at first you don't succeed, try try again " Þessi orð eru búin að vera á repeat í hausnum á mér í heila viku. Ég er búin að reyna að búa til cinnabon ketó vöfflur í 10 daga og mér tókst að klúðra algjörlega 13 mismunandi deig tilraunum 👉Swipe-ið til hliðar og þá sjáið þið hvernig meirihlutinn af þeim tilraunum tókst með nánast brenndum fingrum eftir að allt sat fast í belgíska vöfflujárninu 🙈 ✨Ég hef ekki alltaf farið hefðbundnar leiðir í lífinu en get svo sannarlega sagt ykkur að æfingin skapar meistarann og það þarf stundum að taka stórt skref afturábak til að geta komist á þann stað sem mann langar til að komast á til frambúðar. ✨Þegar ég var í menntaskóla féll ég 8 sinnum í stærðfræði. Ég var alltaf mjög klár í öllu hinu og gekk ljómandi vel en ég bara skildi ekkert í þessum jöfnum og dæmum sem trufluðu mig óendanlega mikið. 😑 Þau trufluðu mig það mikið að ég hætti hreinlega í skólanum og ákvað að gera eitthvað algjörlega nýtt. Ég skráði mig í Snyrtifræði og átti skemmtilegasta skólaár lífs míns. 💕 Þarna fann ég að skóli getur verið skemmtilegur hafi maður áhuga á því sem maður er að gera. Ég þurfti að taka kvöldskóla með og fann þá námskeið sem kallaðist 0 áfangi fyrir stærðfræði. Þar fór maður algjörlega back to basic og æfði sig að leggja saman 1 + 1 bara eins og krakkar í fyrsta bekk í grunnskólum landsins. ✨Þetta er stærsta skref sem ég hef í raun tekið eftirá að hyggja.... Skref afturábak! Þarna fann ég í fyrsta skipti hvað stærðfræði gat bara verið nokkuð skemmtileg þegar maður actually skildi hvað málið snérist um 🤷‍♀️ Árin liðu og ég fór í fjarnám í stærðfræði og kláraði alla áfangana með 9 og 10 í lokaeinkunn. Í dag er ég viðskipta- og markaðsfræðingur en það var draumur sem ég hélt fyrir nokkrum árum að myndi aldrei ná að verða að veruleika - allt þessu skrefi afturábak að þakka ❤️ Í dag er ég að gera það allra skemmtilegasta sem ég veit - búa til uppskriftir - miðla áfram því sem mér finnst skemmtilegast og njóta alla leið ❤️ Það er að miklu leyti ykkur að þakka sem fylgist með 🥰 Long story short - ég er loksins útskrifuð úr ketó cinnabon Vöfflu skólanum 😅🥰 Æfingin skapar meistarann🙌 Uppskriftin kemur inn í fyrramálið ❤️

A post shared by H A N N A Þ Ó R A (@hannathora88) on