Vil­hjálmur Breta­prins og Kate Midd­let­on hafa aldrei verið betri og vilja ekki skipta sér af „sápu­óperunni“ sem um­vefur þau Harry og Meg­han, að því er heimildar­menn slúður­miðilsins Page Six full­yrða. Sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni segir erjur bræðranna „það síðasta sem Díana hefði viljað.“

Ó­hætt er að full­yrða að ver­öld bresku konungs­fjöl­skyldunnar hafi nötrað undan­farnar vikur líkt og um Reykja­nes væri að ræða. Einungis tveir dagar eru í að við­tal Opruh Win­frey við þau Harry og Meg­han verður frum­sýnt.

Þar hafa þau sagst ætla að ræða allt sem á daga þeirra hefur drifið og sam­skiptin við konungs­fjöl­skylduna. Í klippu sem þegar hefur verið sýnd sakar Meg­han konungs­fjöl­skylduna um að dreifa ó­sannindum um sig.

Kergja milli bræðranna

Þá greindu breskir miðlar frá á­sökunum á hendur Meg­han um að hún hafi lagt að minnsta kosti þrjá starfs­menn hallarinnar í ein­hvers­konar ein­elti. Greindi einn miðill frá því í gær að Meg­han hefði meðal annars „hvæst“ á eina að­stoðar­konu sína, en bæði hún og Harry hafa þver­tekið fyrir á­sakanirnar.

„Ég þekkti Díönu og hún ræddi við mig um strákana sína og þetta er það síðasta á jörðinni sem hún hefði viljað sjá, þessar erjur milli strákanna hennar,“ segir Jenni­e Bond, sem lengi hefur skrifað um bresku konungs­fjöl­skylduna.

Áður hafa slíkir sér­fræðingar full­yrt að á­kvörðun Harry um að segja skilið við skyldur sínar við konungs­fjöl­skylduna og hvernig hann stóð að því hafi sært bróður hans mikið. „Ég vor­kenni drottningunni að þurfa að fylgjast með þessu á meðan Filippus liggur inni á spítala,“ segir Jenni­e.

Ætla ekki að snerta á málinu

Vil­hjálmur og Katrín hafa á­kveðið sín á milli að þau muni ekki tjá sig opin­ber­lega um við­tal Opruh við þau Harry og Meg­han, að því er Pa­geSix hefur eftir ó­nefndum vini þeirra.

Segir í um­fjöllun miðilsins að þau séu afar kvíðin vegna helgarinnar sem fram­undan er. Þau viti ekki frá hverju Harry og Meg­han muni greina hjá Opruh á sunnu­dags­kvöldið.

„Þau ætla ekkert að segja, þau vilja alls ekki láta blanda sér í þessi drama­læti en ég er þess full­viss um að Vil­hjálmur sé afar leiður vegna þessa máls,“ segir vinurinn í sam­tali við miðilinn.

„Jafn­vel þegar Harry opnaði sig um erjur þeirra Vil­hjálms, sögðu þau ekkert. Og að segja ekkert eru snjöllustu við­brögðin,“ segir hann. Hann full­yrðir að Vil­hjálmur og Katrín hlusti og hlýti fyrir­mælum ráð­gjafa sinna.

„En það lítur út fyrir að Harry og Meg­han hlusti ekki á neinn,“ segir hann. „En þau vilja ekki drífa á­fram þessa sápu­óperu, þetta er í al­vörunni eins og að fylgjast með Eliza­beth Hurl­ey í The Royals,“ segir heimildar­maðurinn.

Sérfræðingur Entertainment Tonight, Katie Nicholl, ræðir málið og viðtal helgarinnar: