Alec Baldwin hefur sent frá sér yfir­lýsingu vegna voða­skots á setti kvik­myndarinnar Rust, þar sem hann varð sam­starfs­konu sinni að bana og særði sam­starfs­mann sinn. Hann segist ekki eiga orð til að lýsa á­falli sínu.

„Það eru engin orð til að lýsa á­fallinu og sorg minni vegna þessa hræði­lega at­viks sem svipti Halynu Hutchins lífinu,“ segir hann í yfirlýsingunni sem er hans fyrsta eftir að fréttir bárust af slysinu. At­vikið átti sér stað eftir há­degi í gær að staðar­tíma og var leik­stjóri myndarinnar, Joel Souza, fluttur á sjúkra­hús með á­verka.

Hann var út­skrifaður í nótt. Tökur á vestranum Rust stóðu yfir á bú­garði í Nýju-Mexíkó þegar slysið varð.

Baldwin segir að Halyna hafi verið elskuð og dáð af sam­starfs­fólki sínu.
„Ég vinn að fullu með lög­reglunni að rann­sókninni á því hvernig þessi harm­leikur gat átt sér stað og ég er í sam­bandi við eigin­mann hennar og hef boðið honum og fjöl­skyldu hans stuðning minn,“ segir leikarinn.„Hjarta mitt er brostið fyrir hönd eigin­manns hennar, sonar þeirra og allra sem þekktu og elskuðu Halynu.“

Lög­regla hefur ekki gefið miklar upp­lýsingar um málið og stendur rann­sókn málsins yfir. Beinist rann­sóknin að því hvers konar skot­vopn var notað á setti myndarinnar og hvað varð til þess að Baldwin var rétt hlaðin byssa.

Rísandi stjarna

Alyna Hutchins var 42 ára og þótti hún í hópi efni­legustu kvik­mynda­töku­stjóra Banda­ríkjanna. Halyna var sótt af þyrlu en var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en Souza var fluttur á sjúkrahús með áverka en var útskrifaður í nótt.

Framleiðendum myndarinnar og leikurum hefur verið boðin áfallahjálp eftir slysið. Allir eru sárum yfir atvikinu og senda fjölskyldu Halyna sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Halyna sem var 42 ára setti sjálf myndband á Instagram-síðu sína fyrir tveimur dögum þar sem hún er í hestaferð á tökustað. Hún þótti einn efnilegasti kvikmyndatökustjóri Bandaríkjanna.