Meg­han Mark­le, her­toga­ynjan af Sus­sex, segir að sér finnist á­standið í Banda­ríkjunum í kjöl­far morðsins á Geor­ge Floyd „al­gjör­lega hræði­legt.“

Her­toga­ynjan tjáði sig í á­varpi til út­skriftar­nema úr sínum gamla mennta­skóla, Immaculate Heart high school. Þangað ganga einungis stúlkur. Hún viður­kenndi að hún væri kvíðin fyrir því að tjá sig en hefði á­kveðið að sér þætti „það eina ranga í málinu að segja ekki neitt.“

Hún hvatti út­skriftar­nemana til að vera þátt­tak­endur í „endur­upp­byggingunni“ og hvatti þá til að nýta sér at­kvæða­rétt sinn. „Ég veit að þið vitið að líf svartra skipta máli og ég er spennt að sjá hvað þið munið gera í heiminum.“

„Ég var ekki viss hvað ég ætti að segja við ykkur. Ég vildi segja réttu hlutina og var mjög kvíðin yfir því að það sem ég segi yrði slitið úr sam­hengi,“ segir her­toga­ynjan.

„Og ég áttaði mig á því að það eina ranga í málinu er að segja ekki neitt. Af því að líf Geor­ge Floyd skipti máli og líf Breonna Taylor skipti máli og líf Philando Casti­le skipti máli og líf Tamir Rice skipti máli....og svo mörg önnur líf fólks hvers nöfn við þekkjum og hvers nöfn við þekkjum ekki.“