Þjóðin fylgdist með bólu­setningar­lottói morgunsins með öndina í hálsinum og það sést á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. Þar fögnuðu sumir því að vera dregnir út í fyrstu vikunni, á meðan aðrir börmuðu sér.

„Þá er það stað­fest, ég mun slökkva ljósin í Laugar­dals­höll,“ skrifar Aðal­steinn Kjartans­son, blaða­maður á Stundinni. Hann er fæddur árið 1990 og var hans ár­gangur meðal þeirra síðustu sem dregnir voru út í þeim hópi sem bólusettur verður í síðustu viku mánaðarins.

Aðrir lýsa yfir mikilli á­nægju með lottóið og út­sendinguna. „Þessi bólu­setningar­lottó út­sending var eins og að vera í bingó í vina­bæ í fyrsta skipti. Maður stressast allur upp og allar tölur lesnar svo hratt og maður man ekki neitt,“ skrifar María Björk, þekktur Twitter grín­isti.

Una Sig­hvats­dóttir, for­seta­ritari og fyrr­verandi frétta­kona, er einnig meðal þeirra sem dregnir voru út síðastir en hún er fædd árið 1985. „Hello fellow kids! Alveg vissi ég að þetta bólu­setningar­lottó væri fyrir­fram tapaður leikur fyrir mér. Nema þá kannski ef ég kynnist ein­hverjum lag­legum úr 2005 ár­gangnum og taki hann með mér í sumar­frí á sólar­strönd eftir seinni sprautuna í haust.“

Fleiri tíst um bólu­efna­lottóið má lesa hér að neðan: