Skortur á B12-vítamíni er ein helsta orsök þess að fólk þjáist af blóðleysi. Einkennin geta verið lúmsk en þau helstu eru þreyta og máttleysi. Í boði eru tvær gerðir af B12-vítamíni frá tetesept. Annars vegar B12 uppbótarskammtur í vökvaformi og hins vegar B12 forðatöflur. Pakkinn með B12 uppbótarskammti inniheldur sjö glös af þessu mikilvæga vítamíni og er hugsaður sem vikumeðferð við miklum B12-vítamínskorti. Í hverju glasi er fyrirfram reiknaður uppbótarskammtur sem er stærri en hefðbundinn skammtur af B12-vítamíni. Eftir vikumeðferð er hægt að færa sig yfir í forðatöflur af B12-vítamíni til að viðhalda réttum gildum af B12 í blóðinu,“ segir Magdalena Margrét Jóhannsdóttir, markaðsstjóri hjá Williams & Halls, umboðsaðila tetesept á Íslandi.

„B12-vítamín fæst eingöngu úr dýraafurðum. Þeir sem neyta ekki slíkra afurða þurfa t.d. að huga sérstaklega að því að taka inn B12-vítamín,“ minnir Magdalena á.

Laktasatöflur með lengri virkni

„Laktase 16.000 laktasatöflurnar frá tetesept fást loksins hérlendis. Þær innihalda 16 þúsund einingar af laktasa, sem er það ensím sem gjarnan vantar í líkama þeirra sem þjást af mjólkur- eða laktósaóþoli. Þetta ensím brýtur niður mjólkursykruna laktósa en vöntun á því getur valdið fólki miklum erfiðleikum með meltingu og haft gríðarleg óþægindi í för með sér. Laktase 16.000 eru einu laktasatöflurnar á markaðnum sem hafa fjögurra klukkustunda virkni en það gefur þeim sem eru með laktósaóþol meiri sveigjanleika til að neyta mjólkurvara en áður hefur þekkst,“ segir Magdalena.

Vel þekkt fjölskyldufyrirtæki

tetesept er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem er þekkt um alla Evrópu. Það sérhæfir sig í fæðubótarefnum og bað- og sturtuvörum. „Fæðubótarefnin frá tetesept eru með þeim söluhæstu í Evrópu, enda um að ræða gæðavörur á góðu verði. Við hjá Williams & Halls erum afar stolt af því að geta nú boðið upp á þessar vörur hér á landi.“

tetesept leitast við að vera í fararbroddi á sínu sviði og býður reglulega upp á spennandi nýjungar. „Ég get nefnt Femi Baby en það inniheldur vítamín, steinefni og fitusýrur sem henta sérstaklega konum sem hyggja á barneignir, eru í barneignum eða eru með barn á brjósti,“ segir Magdalena.

Hún hvetur áhugasama til að fylgjast með Williams & Halls á Facebook og Instagram. „Við erum reglulega með skemmtilega gjafaleiki á samfélagsmiðlum. Ef einhverjar spurningar vakna má líka senda okkur línu,“ segir Magdalena.

Vörurnar frá tetesept fást í öllum helstu apótekum og heilsuvöruverslunum.

https://www.facebook.com/tetes...

https://www.instagram.com/tete...