Sænska söng­konan Molly Sandén, sem syngur fyrir Rachel M­cA­dams í Euro­vision-myndinni um­töluðu, segir að lagið Husa­vik, sem flutt er í myndinni, hefði vel getað unnið sjálfa Euro­vision-söngva­keppnina.

„Þegar ég heyrði lagið fékk ég strax gæsa­húð. Þetta er skrambi gott lag,“ segir hún í við­tali sem Net­flix birti meðal annars á YouTu­be. Molly segist hafa hrifist af tón­listinni í myndinni. „Tón­listin er mjög góð, textarnir eru nokkuð skondnir en tón­listin er í al­vöru frá­bær.“

Molly syngur lögin sem Sig­rit Ericks­dóttir, sem leikin er af Rachel M­cA­dams, flytur í myndinni. Molly er sjálf að­dáandi Euro­vision en hún tók þátt fyrir hönd Svía í Juni­or Euro­vision-söng­vekeppninni árið 20016 en þá var hún að­eins 14 ára. Þá hefur hún í þrí­gang tekið þátt í for­keppni Eurovsion í Sví­þjóð, árin 2009, 2012 og 2016.