Bandaríski grínistinn Frankie Hoy hefur í nóvember gert tilraun til þess að lifa einungis á hundrað Bandaríkjadölum, en það jafngildir rúmlega fjórtán þúsund krónum. NBC fjallar um málið

Hinn 27 ára gamli Hoy, sem býr í New York-borg, hefur greint frá þessari reynslu sinni á TikTok. Hann er nú búinn að lifa á sömu hundrað dollurunum í 27 daga, og samkvæmt nýjasta myndbandi hans á hann 5.96 dollara eftir.

Hann birtir myndband daglega þar sem hann fer yfir daginn og greinir frá því hversu miklu hann eyðir og hvernig hann kemst hjá því að eyða ekki. Til að mynda sést hvernig hann býr til heimalagað kaffi, kaupir ódýrustu pizzuna í bænum, og svo fær hann af og til hluti frítt.

Það hefur meira að segja komið fyrir að hann hefur komist í gegnum daginn án þess að eyða krónu.

Fyrsta myndbandið birtist þann 4. nóvember og fljótlega fóru þau að njóta mikilla vinsælda. Nú, tæpum mánuði síðar, má sjá að hvert myndband hans fær nokkur þúsund áhorf, en þau vinsælustu fara í nokkrar milljónir.