Sam­sýningin Að rekja brot var opnuð í Gerðar­safni í síðustu viku en í henni má sjá verk lista­manna víða að úr heiminum. Verk þeirra eiga það sam­eigin­legt að rann­saka flókna sögu ný­lendu- og kyn­þátta­of­beldis, gagn­rýna og endur­skrifa frá­sagnir um kúgun og eignar­nám og endur­heimta hug­tök eins og yfir­vald og fórnar­lamb.

Lista­mennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Abdullah Qureshi, Frida Oru­pabo, Hugo Lla­nes, Inu­u­teq Storch, Kat­hy Clark og Sasha Huber.

Verk eftir Söshu Huber.
Fréttablaðið/Anton Brink

Upp­runi og arf­leifð

„Sýningin snýst um ný­lendu­stefnu og kyn­þátta­of­beldi og hug­myndir um sjálfs­mynd og flókið sam­band okkar við upp­runa og arf­leifð. Síðan líka um efnis­kennd, það er mjög mikil­vægt í sýningunni, hvernig efnis­kennd tengist ferli lista­mannanna, því það er mjög fjöl­breytt,“ segir Daría Sól Andrews sýningar­stjóri.

Finnst þér um­fjöllunar­efnin eiga erindi á Ís­landi árið 2023?

„Já, mér finnst sýningin mjög mikil­væg á þessum tíma­punkti á Ís­landi í dag þegar kemur að fjöl­breyti­leika á Ís­landi og fólki sem kemur frá mis­munandi löndum og kyn­þátta­for­dómum. Mér finnst vanta að fjalla meira um þetta, sér­stak­lega í list­heiminum, og auka sýni­leika lista­manna af er­lendum upp­runa. Það er byrjað að fjalla um þessi mál­efni en það vantar enn­þá upp á, þannig að sem sýningar­stjóri finnst mér mjög mikil­vægt að gera það sem ég get til að taka skref í þessa átt, bæta sýni­leikann og auka tæki­færin fyrir okkur sem erum brún eða frá mis­munandi löndum.“

Sýningin snýst um ný­lendu­stefnu og kyn­þátta­of­beldi og hug­myndir um sjálfs­mynd og flókið sam­band okkar við upp­runa og arf­leifð.

Notast við hefti­byssu

Sasha Huber er einn þeirra lista­manna sem taka þátt í Að rekja brot. Sasha er lista­maður af sviss­nesk-haítískum upp­runa, er bú­sett í Helsinki og vinnur með ó­líka miðla í list sinni. Ein af hennar þekktustu að­ferðum er að nota loft­hefti­byssu sem hún notar til að búa til mál­verk og skúlptúra úr heftum.

„Ég byrjaði að vinna með þetta árið 2004. Á þeim tíma gerði ég til­raunir um hvernig hægt væri að vinna með þetta tæki, ég fékk hug­myndina í meistara­námi mínu og áttaði mig síðan á því að þetta væri eigin­lega eins og vopn. Hljóðið sem hefti­byssan gefur frá sér og svo þarf maður að vernda bæði eyru sín og augu þegar maður notar hana. Mér fannst vera mikill tákn­rænn kraftur í þessu verk­færi.“

Sasha segist hafa nýtt tákn­rænan kraft hefti­byssunnar til að takast á við þemu á borð við kyn­þátta­hyggju og valda­ó­jafn­vægi.

„Til að byrja með snerist þetta að miklu leyti um að skjóta til baka með því að draga upp mynd af fólki sem olli miklum skaða með ný­lendu­stefnunni. Þetta á sér rætur að rekja í arf­leifð móður minnar, sem er frá Haítí. Síðar breyttist þessi að­ferða­fræði yfir í það að sauma saman sár ný­lendu­hyggjunnar. Með heftunum er ég á vissan hátt ég að sauma saman þessi sár, hlúa að þeim og reyna að græða þau,“ segir hún.

Portrettmynd Söshu Huber af listakonunni Edmoniu Lewis var gerð með heftibyssu á hljóðeinangrandi plötu.
Mynd/Sasha Huber

Heiðrar minningu svartra

Í einu af verkum Söshu á sýningunni Að rekja brot er hún búin að hefta mynd af hjarta á hvítt skot­helt vesti.

„Þetta er úr seríu sem heitir This is America og fjallar lög­reglu­of­beldi gagn­vart svörtum Banda­ríkja­mönnum. Þetta verk heiðrar minningu Ahmaud „Maud“ Arbery sem var hund­eltur og skotinn til bana af þremur ras­istum á meðan hann var úti að skokka í hvítum stutt­erma­bol. Eftir að þetta gerðist fór mikið af fólki út að skokka í hvítum bolum til að minnast hans.“

Á sýningunni er einnig til sýnis and­lits­mynd eftir Söshu af banda­rísku lista­konunni Ed­monia Lewis. Verkið er partur af seríunni The Firsts sem saman­stendur af verkum af svörtum frum­kvöðlum sem máluð eru með hefti­byssu á svartar hljóð­ein­angrandi plötur.

„Sú sem við sjáum hér er Ed­monia Lewis, hún var lista­maður og mynd­höggvari sem fluttist frá New York til Rómar árið 1866 því hún heillaðist af listinni þar. Hún var afrísk-amerísk af haítískum og inn­fæddum upp­runa og varð einn fyrsti svarti lista­maðurinn í Róm.“

Sasha kveðst aðal­lega gera myndir af svörtum ein­stak­lingum sem hösluðu sér völl í hvítum sam­fé­lögum Evrópu á 19. og 20. öld en hún hefur þó einnig gert myndir af nú­lifandi fólki á borð við Jani Toi­vola, fyrsta svarta manninum sem kosinn var á finnska þingið árið 2011.

Innsetning Kathy Clark er byggð á reynslu móður hennar sem lifði af atómsprengjuna í Hiroshima í Japan árið 1945.
Fréttablaðið/Anton Brink

Lifði af atóm­sprengjuna

Kóresk-ameríski lista­maðurinn Kat­hy Clark hefur verið bú­sett á Ís­landi um ára­raðir. Á sýningunni Að rekja brot sýnir Kat­hy stóra inn­setningu sem er byggð á lífs­reynslu móður hennar sem lifði af atóm­sprengjuna í Hiros­hima 1945.

„Móðir mín er kóresk en fluttist til Japan sem ung stúlka. Hún ólst þar upp og lærði japönsku og man ekki mikið af kóreskunni. Fjöl­skylda hennar fluttist þangað vegna fjár­hags­legra að­stæðna, það var um það leyti sem Kórea var her­setin af Japönum og fjöl­skylduna vantaði vinnu þannig að þau fluttu til Japan eins og margir Kóreu­búar gerðu á þeim tíma,“ segir Kat­hy.

Í inn­setningunni segir Kat­hy söguna af hinum ör­laga­ríka degi 6. ágúst 1945 þegar Banda­ríkja­menn vörpuðu tveimur kjarn­orku­sprengjum á borgirnar Hiros­hima og Naga­saki í Japan til að binda enda á síðari heims­styrj­öldina.

„Til að vinna sér inn pening fóru amma mín og mamma út í sveit, gengu á milli bónda­bæja og keyptu hluti frá bændunum til að selja á markaðnum. Mamma mín var held ég 15–16 ára um þetta leyti, hún tók lestina til Hiros­hima sama dag og atóm­sprengjunni var varpað,“ segir hún.

Á sýningunni má sjá verk lista­manna víða að úr heiminum sem eiga það sam­eigin­legt að rann­saka flókna sögu ný­lendu- og kyn­þátta­of­beldis, gagn­rýna og endur­skrifa frá­sagnir um kúgun og eignar­nám.
Fréttablaðið/Anton Brink

Var í miðri Hiros­hima

Móðir Kat­hy var í miðri borginni þegar sprengjunni var varpað en lifði sem betur fer af og í upp­töku sem á­horf­endur geta hlustað á í Gerðar­safni má heyra systur Kat­hy segja söguna af at­burðunum 6. ágúst 1945 auk við­tals sem Kat­hy tók ný­lega við móður sína.

„Það féllu bambus­veggir á hana og hún veit ekki hversu lengi hún var föst undir þeim. Þegar hún vaknaði var hand­leggurinn hennar allur brunninn. Hún öskraði eftir hjálp og ein­hver maður kom og hjálpaði henni og fjar­lægði ruslið í kringum hana. Hún var búin að týna skónum sínum og jörðin var brennandi heit. Hún leit í kringum sig og sá að öll borgin hafði verið jöfnuð við jörðu,“ segir Kat­hy.

Mamma Kat­hy er enn á lífi, 92 ára að aldri, og býr í Port­land, Oregon í Banda­ríkjunum. Hún hjálpaði Kat­hy við eitt og annað í sýningunni, saumaði til dæmis efnis­búta sem hanga niður úr inn­setningunni og skrifaði titil inn­setningarinnar með japönsku mynd­letri.

„Þessi inn­setning fjallar í raun um hana. Ég er búin að búa til lítinn markað og sýningin heitir „Ég fell sjö sinnum og stend upp átta,“ sem er þekkt japanskt mál­tæki og fjallar um að gefast ekki upp og reyna aftur og aftur,“ segir Kat­hy.