Útgáfa af Bandaríska sjónvarpsþættinum þættinum Good Morning America á ABC-stöðinni hefur verið tekinn af dagskrá tímabundið. Ástæðan er frásagnir um ástarsamband þáttarstjórnandanna.

Myndir af sjónvarpsstjörnunum tveimur T.J. Holmes og Amy Robach, sem stýra þættinum, birtust á vef breska miðilsins Daily Mail í síðustu viku. Á myndunum virtust þau tvö vera afskaplega náin og sást Holmes meðal annars koma við rassin á Robach.

Þau eru bæði gift öðrum einstaklingum og hafa verið það í rúmlega tíu ár.

Forstjóri ABC, Kim Godwin, hefur nú gefið út að þátturinn hafi verið tekinn af dagskrá stöðvarinnar. Ástæðan væri að framhjáhaldið væri of mikil truflun bæði fyrir sjónvarpsfólkið sem og áhorfendur.

„Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að taka Amy og T.J. úr loftinu á meðan við finnum út úr þessu.“ sagði hann, en tók þó fram að samband þeirra væri ekki brot á stefnu fyrirtækisins, heldur væri ákvörðunin mikilvæg fyrir ímynd þáttarins.