Þuríður Ingvarsdóttir, móðir landsliðskappans Teits Arnar Einarssonar, birtir afar skemmtilega mynd af kappanum ásamt handboltagoðsögninni frönsku Nikola Karabatić á Facebook síðu sinni, í dag og fyrir tíu árum síðan. Landslið Íslands á HM þetta árið er það yngsta í sögu landsins og það sést á þessum skemmtilegu myndum. 

Það má segja að ansi margt hafi breyst á þessum tíu árum en Teitur er vitaskuld sjálfur orðinn atvinnumaður í handbolta í Svíþjóð og spilaði ansi vel á móti goðsögninni í leik Íslands og Frakklands á heimsmeistaramótinu í gær og augljóslega ekki lengur ellefu ára gamall aðdáandi.

Karabatic er sjálfur búinn að spila nokkuð lengi eins og gefur að skilja á viðkomandi myndum en kappinn er 35 ára, örlítið eldri en Teitur. Þuríður bendir svo á það í færslunni sem fengið hefur gífurlega athygli, að þeir félagar hafi skipt um lit á búningum sínum.