Lífið

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Fyrir tíu árum síðan var Teitur Örn Einarsson ellefu ára gamall peyji og aðdáandi Nikola Karabatic. Í dag eru þeir báðir landsliðsmenn í handbolta og mættust í gær.

Teitur hefur aðeins breyst. Karabatic mögulega líka. Fréttablaðið/Skjáskot/EPA

Þuríður Ingvarsdóttir, móðir landsliðskappans Teits Arnar Einarssonar, birtir afar skemmtilega mynd af kappanum ásamt handboltagoðsögninni frönsku Nikola Karabatić á Facebook síðu sinni, í dag og fyrir tíu árum síðan. Landslið Íslands á HM þetta árið er það yngsta í sögu landsins og það sést á þessum skemmtilegu myndum. 

Það má segja að ansi margt hafi breyst á þessum tíu árum en Teitur er vitaskuld sjálfur orðinn atvinnumaður í handbolta í Svíþjóð og spilaði ansi vel á móti goðsögninni í leik Íslands og Frakklands á heimsmeistaramótinu í gær og augljóslega ekki lengur ellefu ára gamall aðdáandi.

Karabatic er sjálfur búinn að spila nokkuð lengi eins og gefur að skilja á viðkomandi myndum en kappinn er 35 ára, örlítið eldri en Teitur. Þuríður bendir svo á það í færslunni sem fengið hefur gífurlega athygli, að þeir félagar hafi skipt um lit á búningum sínum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing