Flytjandi og höfundur American Pie, Don McLean, samgladdist tónlistarkonunni með tísti þar sem hann óskaði henni til hamingju og sagði að þó að leitt væri að missa toppsætið, væri gott að fyrst að hann þyrfti að tapa því, væri það að minnsta kosti í hendurnar á frábærum söngvara og lagahöfundi á borð við Taylor.

„All too well (Taylor‘s Version)“ kom út þann 12. nóvember, á plötunni Red (Taylor‘s version).

Söngkonan fagnaði áfanganum með að senda Don McLean blómvönd og kort.

Don McLean var ánægður með það og hrósaði henni fyrir fágaða framkomu, eða eins og hann orðaði það: „a class act.“